Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 202
200
Grenivikur. Börnin skoðuð haust og vor. Fór þeim yfirleitt vel frani
á skólaárinu (veturinn 1947—48), lengdust að meðaltali um 3,11 sm
og þyngdust um 3,31 kg. Berklapróf var gert á þeim. Öll neikvæð.
Síðast liðið haust var tekinn burtu skilveggur á milli tveggja her-
bergja í skólahúsinu. Fékkst við það góð skólastofa. Var ekki til
fullnustu gengið frá henni, en þó svo, að hún er nothæf til kennslu.
Stofan er 4,78 m á breidd, 6,37 m löng, lofthæðin er 2,6 m. 2 glugg-
ar snúa í vestur. Til skólans voru keyptir nokkrir nýir bekkir og
stólar. Grindum var komið upp í skólahúsinu til afnota við leik-
fimiskennslu. Börnin fengu lýsi í skólanum eins og undanfarin ár.
Vopnafi. Heimavistarharnaskólinn að Torfastöðum var fullgerður
að utan og að mestu að innan. Hita- og Ijósalögn vantar þó enn þá,
enn fremur gólfdúka og' innanstokksmuni. Til bráðabirgða var sett
miðstöð í nokkurn hluta hússins — kennaraíbúðina, og hófst kennsla
þar í ársbyrjun 1949.
Sei/ðisfí. 1 Loðmundarfirði starfar enn enginn farskóli. Aðeins er
um 2 barnaskóla að ræða í kaupstaðnum og á Þórarinsstaðaeyrum.
Börnin eru vegin og mæld þrisvar á skólaárinu, og um miðsvetrar-
leytið hef cg tvö síðustu árin skoðað börnin með tilliti til óþrifa-
kvilla. Ég hef ekki séð ástæðu til að viðhafa meðala- né matgjafir
í skólanum.
Ilafnar. Nýr heimavistarskóli að Hrollaugsstöðum í Suðursveit tók
til starfa. Myndarbygging og' sérbyggt fimleikahús, sem jafnframt
kemur að gagni sem samkomu- og fundarstaður.
Dreiðabólsstaðar. Þykkvabæjar- og Kirkjubæjarklaustursskólarnir
voru sameinaðir síðast liðið haust, og er börnunum ekið í skólann á
Klaustri. Sennilega gott húsnæði í samkomuhúsi, sem verður vænt-
anlega byrjað að reisa á Klaustri á þessu ári. Má telja, að þetta sé
spor í rétta átt. Annars er aðbúnaður og skólahald harna hér mjög
óviðunandi, og er erfitt að fá úr því hætt.
Vestmannaeyja. Hjúkrunarkona er við barnaskólann. Börnin fá
lýsi skammdegismánuðina og kvartsljós þau, sem frekast þurfa þess
með. Öll börn skólans, kennarar sem og allir skólastaðir skoðaðir af
héraðslækni.
Selfoss. Grafningshrcppur stendur að hinum nýja barnaskóla Gríms-
neshrepps, og voru því börnin þaðan skoðuð af héraðslækninum í
Laugarási, og mun svo verða framvegis.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Foreldrar virðast láta sér annt um að sjá fyrir hinuin
líkamlegu þörfum barnanna, en andlega uppeldið mætti efalaust vera
í betra lagi. Meðal annars eru mörg börn of sjálfráð og umsjónar-
lítil. í þessu sambandi má einnig geta þess, að leikvellir barna eru
af skornum skammti og virðist ekki ætlað nóg rúm i bænum. Gatan
verður því leikvöllurinn með sínum göllum, meðal annars hinni
miklu slysahættu af umferðinni.