Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 203
201
Flateyrar. Yfirleitt í góðu lagi, meðan áhrifa foreldranna gætir,
en er fram á fermingaraldurinn kemur, virðist taumhaldið bila all-
víða. Vantar þá unglingana viðfangsefni til að svala athafna- og ævin-
týraþránni og leiðast svo í ráðleysi til óknytta og auðnuleysis.
Hólmavíkur. Er slælega sinnt í þorpunum. Þó er nú reynt, einkum
af skólanna hálfu, að bæta ástandið. Hafður hemill á útivist barna
á kvöldin, meðan skólarnir starfa, en á sumrin er algengt, að börnin
gangi að mestu sjálfala.
Sauðárkróks. Börnin virðast ráða sér mikið sjálf og verða þar af
leiðandi fyrir allmisjöfnum áhrifum, sem þau hafa engin skilyrði
til að gera upp á milli.
Grenivikur. Barnauppeldi sæmilegt. Þó munu mörg börn látin helzt
til sjálfráð, og mun mega rekja til þess, að ekki er fólk til að fylgja
þeim eftir, er þau stálpast. Verða þau því að bjarga sér eins og bezt
gengur.
Vopnafj. Margir kvarta undan óstýrilátum og einþykkum ungling-
um. Þannig hefur það reyndar alltaf verið. Er svo að sjá sem hver
kynslóð haídi sína unglinga erfiðari en unglinga fyrri tíma og fyrri
kynslóða. Unga fólkið er yfirleitt mannvænlegt og myndarlegt, og
betur alið en kynslóðirnar á undan. Það ræður yfir of miklum pen-
ingum og kann ekki með þá að fara. Það vantar á það skólun, og
það lærir ekki almenna mannasiði, t. d. að heilsa fólki. Viss þumb-
ara- og sjálfbyrgingsháttur virðist vera tízkan.
Seyðisfj. Með sömu ágöllum og fyrr. Mörgum foreldrum stendur
stuggur af kvikmyndahúsunum, sem ekki er hægt að halda börnum
trá. Efalaust læra börn marga óknytti þar, svo að ekki sé tekið dýpra
í árinni.
Hafnar. í góðu meðallagi, þori ég að fullyrða.
Vestmannaeyja. Sums staðar mjög ábótavant. Töluvert bar á þjófn-
aði nokkurra drengja á aldrinum 7—10 ára i haust.
Keflavíkur. Unglingafjöldinn í Keflavík og nágrcnni þarf að fá
meiri fræðslu en barnaskóli veitir og aðrir fullkomnari uppeldis-
stöðvar en göturnar og bíóin, svo sem unglinga- og framhaldsskóla,
liúsmæðraskóla og annað, sem til menntunar heyrir, því að erfitt er
lyrir jafnfjölmennt pláss að sækja allt slíkt til annarra, og kemur
enda ekki að fullum notum, fyrr en hægt er að taka úr sjálfs sín
hendi.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Bolungarvíkur. Vel er farið með sveitarómaga, enda eru þeir fáir
hér nú og gamalmenni einnig fá.
Sauðárkróks. Góð.
Grenivíkur. Fátt um þurfalinga, en meðferð þeirra góð.
Hafnar. í góðu meðallagi, þori ég að fullyrða.
Breiðabólsstaðar. Meðferð þurfalinga ágæt. Hér eru mörg gamal-
menni, og una þau hag sínum vel.
Vestmannaeyja. Góð.
26