Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 204
202
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir utan sjúkrahúsa.
Læknar láta þessa getið:
Bolungnrvíkur. Tannútdrættir tíðir, og staðdeyfing mikið notuð.
Auk þessa hefur verið skorið í igerðir og kýli, teknir aðskotahlutir,
mest úr höndum og fingrum (önglar), stundum úr augum (cornea).
Hólmavíkur. Ferðalög héraðslæknis fara sífellt í vöxt. Samgöngu-
bætur hafa orðið miklar á síðustu árum með nýjum vegum. Mikil
bót er að ruddum vegi yfir Bjarnarfjarðarháls, þótt vegur geti varla
kallazt, og beint bílvegasamband komst nú loks á við innsta hrepp
héraðsins (Óspakseyrarhrepp). Bílleysi læknis og bílaskortur í hér-
aðinu hefur þó verið til mikils baga, en úr því verður nú bætt með
nýrri jeppabifreið, sem héraðslæknir hefur loks fengið. Vegirnir koma
þó naumast að notum nema sumarmánuðina. Á vetrum er mest farið
á sjó, ef hægt er, en á hestum, þegar fært er, og oft verður að grípa
til sldðanna. Algengt er, að öll þessi farartæki verði að nota í sömu
ferðinni. Einna verstar eru vetrarferðir í opnum trillubátum í mis-
jöfnum veðrum, stundum allt að þriggja tíma ferð hvora leið.
Hofsós. Ég mun hafa ferðazt ca. 9—10 þúsund km í lælcnisferðum
á árinu, allt að heita má í bíl.
Grenivíkur. Flestar ferðir farnar í bifreið, og er það mikill munur,
frá því sem áður var.
Vestmannaeijja. Sjóferðir aukast til mikilla muna, síðan stríðinu
lauk, því að nú sækja erlend skip hingað á fiskimiðin. Slarksamar
ferðir í ótíð og umhleypingum, einkum i skammdeginu og vetrar-
mánuðina.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Flategrar. Slysavarnardeildir eru starfandi í þorpunum, kvenna-
deildirnar af áhuga og dugnaði, en karladeildirnar koma saman aðal-
fundi með harmkvælum.
Hólmavíkur. Slysavarnardeild er á Hólmavík, en mun lítt starfandi.
Hefur komið upp og viðheldur björgunartækjum á hafskipabryggj-
unni.
Sauðárkróks. 2 slysavarnardeidir eru á Sauðárkróki og unnu að
fjársöfnun.
Akureijrar. Slysavarnardeildir karla og kvenna eru hér starfandi
og þá að sjálfsögðu í sambandi við Slysavarnarfélag íslands. Er starf-
semin aðallega i þvi fólg'in að safna fjármunum i sjóði Slysavarnar-
félags íslands.
Grenivíkur. 2 skýli eru í héraðinu fyrir sjóhrakta menn eða aðra,
sem þurfa að nota þau. Er annað í Fjörðum, hitt á Látrum. Skýlið í
Fjörðum mun i lagi. í skýlinu á Látrum eru eldfæri, olía, olíuvél,
matur, föt og teppi. Útbúnað í skýlið hefur kvennadeild Slysavarnar-
félags Siglufjarðar gefið, en slysavarnarfélagið hér hefur séð um að
koma þessu út í skýlið og hefur einnig haldið áfram að lagfsera
sundlaugarskýlin við sundlaugina í Gljúfurárgili. Síðast liðið sumar
var skólabörnum kennt sund þar.