Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 205
203
Seyðis/j. Deild í Slysavarnarfélagi íslands starfar eitthvað að fjár-
söfnun til slysavarna.
Breiðabólsstaðar. 5 deildir úr Slysavarnarfélagi íslands eru hér,
en ekki hefur þurft á hjálp þeirra að halda undanfarin ár.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnarfé-
lagsdeildin Eykyndill starfa hér að þessum málum. Varðskipið Ægir
annast varðgæzlu á vertið og björgunarstörf, eða þá smærri varð-
skip, eins og vélbáturinn Óðinn, og fleiri varðskip, sem svo eru köll-
uð, en eru allsendis ónóg hér á vertíð, bæði til gæzlu- og björgunar-
starfs. Bátunum hlekktist eðlilega einkum á í mestu ofsunum og ill-
viðrunum, og koma þá aðeins góð sjóksip að liði til björgunarstarfsins.
16. Tannlækningar. Háls-, nef- og eyrnalækningar.
Reykhóla. Tannlæknir kom enginn í héraðið á árinu.
ísafí. Sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum dvaldist hér í
bænum og tók á móti sjúklingum um hálfs mánaðar tima um sum-
arið. Lækningaferðir þessar eru mjög gagnlegar fyrir fólkið, því að
alltaf fellur eitthvað til af sjúklingum, sem ekki er á færi annarra en
sérfræðinga að gera við og þyrfti því að öðrum kosti að senda til
Reykjavíkur til rannsókna og aðgerða, en oft vill það henda, að nauð-
synleg lækningaferð er látin undir höfuð leggjast, þar til í óefni er
komið. Væri því eðlilegast, að heilbrigðisstjórnin tæki þetta mál að
sér á sama hátt og augnlækningarnar og réði sérfræðing til ferða-
laga út um landið einu sinni á ári.
Hólmavíkur. Tannlæknir kemur hér aldrei, og hef ég reynt að gera
við heillegustu munnana í stað þess að rífa stöðugt úr tennur. Tann-
smiður kemur hér árlega og hefur miltið að gera. Meiri þörf væri á
umferðatannlækni.
Sauðárkróks. Enginn tannlæknir hefur komið til Sauðárkróks árum
saman. Eins og að undanförnu starfaði frú Margrét Hemmert að
tannsmiðum.
Ólafsff. Mjög' fáir láta gera við tennur, enda erfitt og kostnaðar-
samt að vera dögum saman frá heimili sínu til þess.
Vopnafj. Guðm. Hraundal tannsmiður dvaldist hér hálfsmánaðar-
hnia í ágúst og smíðaði tennur í 28 manns, karla og konur. Áður hafði
héraðslæknirinn alhreinsað 19 manns jneð staðdcyfingu.
Seyðisfj. Tannlæknir frá Eskifirði dvelst hér um tveggja mánaða
skeið að vetrinum og smíðar og gerir við tennur. 3—4 síðustu árin hafa
skólabörnin fengið tannviðgerðir, og finnst mér, að þegar hafi komið
1 Ijós árangur af því.
Breiðabólsstaðar. Tók 142 tennur. Gerði við 22 (með stignum spólu-
1-okk, nota bæði amalgam og postulín). Skóf burt tannstein á 5 sjúk-
Rngum.
Vestmannaeyja. Ólafur Thorarensen tannlæknir fór héðan í maí til
Ákraness, og hefur enginn tannlæknir fengizt í hans stað. Mér gekk
úla að fá bæjarfulltrúana til að skilja það, hve mikil nauðsyn væri að fá
ráðinn tannlækni að skólanum, en loks var það gert eftir talsverðan
karning. Nú vilja allir fá tannlækni, en hann er ekki hægt að fá.