Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 208
206
þó ekki eins mikil og 1947, enda var farið að bera meira á rottuin
hér við árslok 1948 heldur en var fyrra hluta ársins. Hvað öðrum
meindýrum viðvíkur, má nefna, að nokkuð er hér um möl og á stöku
stað veggjapöddur, en lítið um kakalaka. Sæmilega gengur að halda
þessum ófögnuði niðri mcð því að nota DDT til að drepa þessi kvik-
indi með.
Grenivikur. Töluvert af rottuin við sjávarsíðuna, minna í sveil-
unum.
Seyðisfí. Rottugangur víða mikill, sérstaklega í gömlum húsiiin og1
útihúsum. Eitrað er, en sennilega ekki af nægri kunnáttu, því að lítið
sér á. Annarra meindýra verður ekki vart.
Djúpavogs. Rottugangur er mjög mikill í þorpinu og víða i sveitun-
um. Margir hafa þó hug á að losna við þann ófögnuð, en sumuin finn-
ast rotturnar vera ómissandi til þess að hreinsa til í frárennslunum,
sem eru þó teljandi hér. Innanhússumgengni er misjöfn, eins og geng-
ur og gerist. Allviða er hér lús og áhuginn ekki hrósverður að losna
við hana.
Vestmannaeyja. Rottur gera hér mikið tjón, en þó ekki svo mikið,
að bæjarstjórn telji það svara kostnaði að eitra fyrir þær og hefja
herferð gegn þeim. Ratíneyðing stóð til boða, en þótti of dýr.
Eyrarbakka. Alls herjar rottuevðing fór fram á Eyrarhakka að til-
hlutun héraðslæknis og lireppsnefndar með góðuin árangri. Var feng-
inn sérfróður maður úr Reykjavík til að stjórna striðinu.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Haldnir voru 19 fundir í lieilbrigðisnefnd, þar af 7 eingöngu
til þess að ræða frumvarp að heilbrigðissamþykkt, og mun hafa verið
gengið frá því á fundi 18. maí. Lét ég mig það mál engu skipta. Annars
voru störf nefndarinnar svipuð og áður. Meðal annars voru löggiltar
10—11 nýjar veitingastofur, margar aðeins til bráðabirgða, 3 nýjar
mjólkurbúðir, 6 fisksölubúðir og 2 brauð- og kökugerðir. Rætt var um
starfrækslu síldar- og fiskmjölsverksmiðjunnar við Köllunarkletts-
veg og gerðar samþykktir um reglur og útbúnað, sem fullnægja þju'fti
til þess að varna óþrifum og ódaun, ef hún ætti að fá Ieyfi til þess að
starfa áfram. En þar sem það var ekki tekið til greina, var ákveðið að
loka verksmiðjunni, þangað til kippt yrði í lag því, sem óskað var
eftir, einkum að fengin yrði tæki til lyktareyðingar. Þá voru gerðar
sainþykktir um hreinsun og aukinn þrifnað í braggahverfunum.
Hafnarfj. Samið hefur verið uppkast að heilbrigðissamþykkt fyrir
Hafnarfjarðarbæ, en ekki hefur það fengizt samþykkt enn þá af bæjar-
stjórn.
Akranes. Heilbrigðisnefnd hefur starfað, þótt fundir hennar hafi
verið strjálir. Af sérstökuin ráðstöfunum má geta þess, að hún lét loka
Hótel Akranesi í maílok, þar eð ástand þessi þótti óviðunandi. Fór
síðan fram viðgerð og umbætur, og var húsið opnað aftur í júlí. Heil-
brigðisfulltrúarnir hafa litið eftir þrifnaði utan húss og innan, og