Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 210
208
koma þrifnaði í betra horf. Stórum hefur hreinlæti allt aukizt við
höfnina, síðan nýja uppfyllingin kom og gömlu fiskkrærnar voru
rifnar, en af þeim er nú litið orðið eftir.
Eyrarbakka. Á hverju vori fer héraðslæknir ásamt heilbrigðisnefnd-
um þorpanna um þorpin fram og aftur til þcss að líta eftir þrifnaðar-
ástandi þeirra, athuga um haugstæði (forir), safnþrær, afrennsli frá
húsum og fiskúrgang, sem vill gleymast niðri við naustin. Öllum að-
finnslum er tekið vel og endurbótum lofað, en efndir gleymast þvi
miður oft.
20. Bólusetningar.
Tafla XIX.
Skýrslur og reikningar um kúabólusetningu hafa borizt úr öllum
héruðum nema 12 (Klcppjárnsreykja, ólafsvíkur, Flateyjar, Bíldu-
dals, Hesteyrar, Árnes, Blönduós, Húsavíkur, Egilsstaða, Bakkagerðis,
Nes og Víkur), og mun bólusetning hafa farizt fyrir í þeim héruðum
og þá í sumum þeirra vegna farsótta. Ná skýrslurnar til 2617 frum-
bólusettra og 2133 endurbólusettra barna. Kom bólan út á 76% hinna
frumbólusettu og 65% hinna endurbólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Bólusetning fór fram eins og fyrirskipað er. Bólan kom
óvenjuvel út, en sum börnin fengu talsverðan hita 3—4 daga. Ekki
cr mér kunnugt um aðrar alvarlegri afleiðingar.
Ólafsvíkur. Taldi ekki ráðlegt að bólusetja vegna farsóttanna (kvef-
pest og hettusótt).
Reykhóla. Bólusetning fór fram í öllu héraðinu. Bóluefnið reyndist
misjafnlega, og sums staðar fengu börnin svæsna svörun, mikinn hita
og flegmone á inoculationsstað.
Patreksfi. Bólusetning fór fram í öllum hreppum, eins og venja er.
Þingeyrar. Bólusetningar fóru fram í öllum bólusetningarumdæm-
unum, og „kom vel út“. Mörg frumbólusettu barnanna veiktust þó
nokkuð rnikið, og virðist bóluefnið hafa verið mun betra en áður.
Flateyrar. Bólusett var í öllum umdæmum á árinu.
Ögur. Aðeins borizt skýrslur um bólusetningu í einu umdæmi,
Reykj arf j arðarhreppi.
Arnes. Bólusetning féll niður. Bóluefnið hafði ekki fengizt fyrir
maíbyrjun, þegar sumarlæltnirinn tók við héraðinu.
Hólmavíkur. Bólusetning fór aðeins fram í Kaldrananeshreppi-
Ljósmæður í hinum umdæmunum lítt fáanlegar til að framkvæma
starfið. Mun þó verða reynt að bæta úr því á þessu ári. Bóluefnið, sein
notað var, var tvenns konar, serum í pipuin og smyrsl í tiibum. Serumið
reyndist öllu betur, og kom nærri undantekningarlaust út bólan, er
það var notað, en smyrslið bar misjafnan árangur. Nærri öll börnin,
sem bólan kom út á, fengu nokkurn hita og 7 þeirra yfir 40°. Eitt
barn fékk nokkrar bólur í andlit og á kroppinn, en öllum batnaði
fljótt og vel.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram i öllum umdæmum, en slæmai'
heimtur virðast hafa verið á börnum sums staðar. Bólan kom yfirleitt
vel út.