Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 211
209
Grenivíkur. Bólan koin vel út á frumbólusettuin börnum, en illa á
hinum eldri. Ekkert barnanna veiktist alvarlega.
Seyðisfí. Bólan kom vel út á öllum. í Seyðisfjarðarhreppi og Loð-
luundarfirði fórst bólusetning fyrir.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá Rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar, sem þar voru framkvæmdar á árinu 1948:
!• 5. janúar. B. V. J-son, 3 ára. Veiktist skyndilega að nóttu til og dó. Engar
áberandi sjúkdómsbreytingar fundust við krufningu. Úr hjartablóði óx hrein-
gróður hæmolytiskra streptókokka. Ályktun: Streptókokka-sepsis.
2. 14. janúar. R. E. G. L., 20 ára belgiskur sjómaður, sem dó skyndilega i tog-
aranum „Van Dyck“, án þess að hafa kennt sér annars meins en hægðaleysis
og máttleysis. Við krufningu fannst byrjandi lungnabólga vinstra megin,
blæðing utan á hjarta og brisi og drep í brisi. Ekkert óx úr hjartablóði, en
streptókokkar og bacterium coli úr milti og lifur. Ályktun: Sennilega blóð-
eitrun af völdum streptókokka og bacterium coli. Gæti hafa átt upptök sin i
görnum.
3. 4. febrúar. S. Kr. G-son, 60 ára. Varð fyrir bíi, er liann var á lijóli á götu,
og andaðist skömmu siðar, samdægurs. Við krufningu fannst hægra iunga
tætt i sundur á 3 stöðum með miklum blæðingum inn i lungnavef, svo að
hann varð óstarfhæfur, einnig inn i brjósthol. Rifja- og viðbeinsbrot. Stór
sprunga í lifur með blæðingu inn i kviðarhol. í blóði fannst 1,56%0 vín-
anda. Ályktun: Blæðing í hægra lunga hefur leitt til bana, og það þvi fremur
scm vinstra lunga mátti heita óstarfhæft af gróinni berklaveiki. Ölvun
mannsins gæti hafa átt sinn þátt í slysinu.
5. febrúar. G. Þ-dóttir, 10 ára. Varð fyrir bíl og andaðist skömmu síðar. Við
krufningu fannst stór sprunga í iifur, sem var næstum klofin milli hægra og
vinstra helmings. Mikið hafði blætt úr þessari sprungu inn í kviðarliol. Enn
fremur var hægri mjaðmarkambur brotinn. Ályktun: Krufning bendir til, að
bíllinn hafi rekizt á stúlkuna framanvert liægra megin, þannig að höggið
hafi lent á hægra síðubarði og framanverðum mjaðmarkambi sama megin.
11. marz. H. J-son, 29 ára. Hafði verið mjög drykkfelidur og s. 1. hálfan
mánuð stöðugt undir áhrifum áfengis. Fannst látinn i rúmi sínu að morgni
hins. 9. Við krufningu fundust ekki einkenni neins sérstaks sjúkdóms, er
hefði getað leitt til bana. Hins vegar fannst mjög mikil fita i lifrinni, sem er
cinkennandi fyrir ofdrykkjumenn: Ályktun: Blóðrannsókn (1,38%0 vinandi)
sýndi, að að maðurinn hefði verið undir áhrifum áfengis, er hann lézt, og bendir
allt til, að áfengiseitrun hafi orðið manninum að bana. Kunnugt er, að of-
drykkjumenn með mikla fitulifur deyja oft þannig skyndilega, án þess að
annars sjúkdóms verði vart hjá þeim.
"■ 11. marz. G. A. J-son, 29 ára. Fórst í flugslysi. Öll höfuðbein voru mölbrotin,
°g heilinn var að mestu leyti farinn út úr höfðinu. Álvktun: Þar sem engar
blæðingar fundust í kringum brotin, lilýtur dauðann að hafa borið að sam-
stundis.
'' 20. marz. H. A-son, 49 ára. Dó skyndilega, er hann var að lesa bók i rúmi
sinu að næturlagi. Við krufningu fannst rýrnun heiiadinguls (10 sg á þyngd
■ stað 50 sg), drep í þvottabrisi og stækkun hjarta, ásamt dálítilli kölkun i
vinstri kransæð þess. Vegna þess, hve seint krufning var gerð (rúmum sólar-
bring eftir iát mannsins), er ekki unnt að treysta því, að drepið i brisinu hafi
orðið í lifanda lífi, en blæðingarnar i því voru sýnilega úr lifanda lífi og ekki
ósennilegt, að drepið hafi verið það líka. Ályktun: Þótt þessar breytingar
hafi fundizt, gefa þær ekki fullnægjandi skýringu á hinum skyndilega dauða
niannsins, en engar aðrar breytingar var að finna, sem bæru vott um aðra
dánarorsök.
“• A- S-son, 19 ára. Hrapaði til jarðar í svifflugvél, sem rakst á hús í Reykjavik,
°g dóu báðir mennii’nir, scm i henni voru, skömmu á eftir. Við krufningu fund-
27