Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 213
211
sér. Hafði um mörg ár verið mjög drykkfelldur og stöðugt ölvaður, vikuna
áður en hann lézt. Við krufningu fannst mikil fltulifur og byrjandi bólga i
hægra lunga. 1 blóði fannst 0,55%„ vinanda. Ályktun: Þar sem lifrin hefur
verið stórkostlega biluð (af áfengisnautn), hefur lungnabólgan fljótlega gert
út af við manninn, vegna þess hve lítið mótstöðuafl hann hefur haft til að
vinna bug á lungnabólgusýklunum.
17. 11. júni. Þ. J-son, 26 ára. Var að logsjóða inni í lýsisgeymi, er kviknaði i lýsis-
leifum inni i honum. Tókst ekki að ná manninum úr geyminum nema með
þvi að skera gat á hann. Var hann aiidaður, er hann náðist. Við iikskoðun
og krufningu fundust brunasár og brunablöður, cinkum neðan til á líkinu,
enn fremur mikið sót í öndunarfærum. Ályktun: Banameinið hefur verið
köfnun i reyknum og súrefnisskortur i geyminum, þar sem súrefnið hefur
eyðzt fljótt af eldinum.
18. 16. júní. E. Á. E-son, 25 ára. Fannst deyjandi í stofu sinni með skotsár i miðju
enni og riffil i handarkrikanum. Móðir hans var viðstöddd, er hann skaut sig,
bað hann að vera ekki að handleika byssuna, en hann svaraði með þvi að
skjóta sig. Við krufningu fannst skot í gegnum heilann endilangan, brot á
hauskúpunni. Agnir af kúlunni fundust í heilanum. Greinileg nærskotsmerki
í kringum innskotsop. Ályktun: Sjálfsmorð.
19- 2. júlí. Þ. F-son, 53 ára. Hvarf af smábát á ferð skammt frá Reykjavik. Við
krufningu fundust greinileg drukknunareinkenni á lungum. Enginn sjúkdómur
fannst að manninum annar en sá, að vinstra nýra mátti heita eyðilagt af
steinum. ÁljTktun: Drukknun: Ekki er ástæða til að halda, að nýrnasteinarnir
hafi valdið neinum breytingum, sem hefðu getað orðið til þess, að maðurinn
inissti meðvitund. Steinn í nýrnaskálinni var svo stór, að ekki er líklegt, að
liann hafi valdið kvalakasti, þótt ekki sé unnt að fortaka það.
20. 21. júlí. 2 mánaða meybarn, fætt af 14 ára stúlku, sem gat ekki lýst neinn föður
að barninu. Barnið fannst látið i rúmi sínu að morgni dags, án þess að nokkur
veikindi hefði séð á þvi önnur en þau, að það hafði fengið 2 hóstaköst, dagana
áður en það lézt, likt og því hefði svelgzt á. Við krufningu fannst enginn að-
skotahlutur i öndunarfærum og engin greinileg lungnabólga né lungnakvef, en
bjúgur í lungum. Með smásjárrannsókn fannst dreifður hreingróður pneu-
mokokka, þar sem lungnavefurinn var þéttari. Við krufninguna fannst einuig
vottur byrjandi lungnabólgu beggja megin og greinilegur bjúgur í báðum lung-
um. Enn fremur fannst hreingróður pneumokokka í lungnavefnum. Ályktun:
Svo virðist sem byrjandi lungnabólga hafi orðið barninu að bana.
21- 22. júlí. Nýfætt meybarn, sem andaðist í fæðingu. Við krufningu fannst tölu-
vcrð blæðing i heilabúi og enn fremur blæðing í vinstri nýrnahettu. Ályktun:
Svo virðist sem sprungurnar í heilatjaldinu og hin mikla blæðing úr þeim inn
i heilabúið hafi leitt barnið til dauða.
22. 31. júlí. B. A. J-son, 27 Ara. Líkið fannst rekið í Ölfusá, farið að rotna. Engin
áverkamerki fundust á likinu og cngar sjúkdómsbreytingar. Ályktun: Likið
var mjög rotið og þvi ekki við að búast að finna drukknunareinkenni. Útlit
liksins benti til, að það liefði legið 2—3 vikur í vatni.
2J. 18. ágúst. E. K. S-dóttir, 23 ára. Sagði manni sinum, að hún ætlaði á liár-
greiðslustofu, en tók bil austur að Þjórsá og kastaði sér i ána, þar sem lik
Iicnnar fannst rekið daginn eftir. Við krufningu fundust drukknunareinkenni
i öndunarfærum. í blóði 1,19f4 vinanda. Ályktun: Drukknun. Sjálfsmorð.
21- 19. ágúst. Á. K. D-son, 44 ára verkfræðingur. Datt af hesthaki og var þegar
meðvitundarlaus. Andaðist á leið i sjúkrahús. Við krufningu fannst mikið
brot á kúpubotni og blæðingar úr heila, sem var inarinn á tveimur stöðum. í
blóði fannst 1,93%» vínanda. Einnig fundust mikil brot á kúpubotni og útbreidd
blæðing milli lieila og basts. Auk þess mar og blæðingar neðan á heilanum.
Hjarta var töluvert stækkað og einnig lifur, sem var stór fitulifur. Vinlykt
af likinu og blóðrannsókn benti til þess, að maðurinn hefði verið ölvaður.
Alyktun: Áverki á heilann Iiefur valdið dauða mannsins.
~T>- 19. ágúst. A. McC., 23 ára erlendur karlmaður. Fannst örendur i rúmi sinu,
Hggjandi á grúfu, helblár i framan. Hafði verið flogaveikur. Engar sjúklegar
breytingar fundust í líffærum við krufningu. í blóði l,51%c vinanda. Við lík-
skoðun og krufningu fundust breytingar, sem bentu til þess, að maðurinn hefði