Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 215
213
i barka. Thymus stór (50 g). Ályktun: Iíöfnun af magainnihaldi, sem farið
liafði ofan í barka og lungu.
35. 13. október. T. T-son, 68 ára smiður. Datt niður af 4 hæða húsi 4. október og
brotnaði á báðum fótleggjum. Andaðist 8 dögum seinna. Mikil brot voru á báð-
um fótum. Hælbein brotið hægra megin, en sköflungur og sperrileggur vinstra
megin, og lærbeinið einnig brotið vinstra megin. Brotin á fótunum hafa verið
opin og sýking (infektion) komin í þau. Ályktun: Af þessum miklu meiðsl-
um hefur sjúklingurinn fengið lost, en það, sem aðallega virðist hafa leitt
liann til bana, voru æðastíflur víðs vegar um likamann, einkum í lungum og
heila, af fitu, sem borizt hefur inn í blóðið frá mergnum í beinbrotinu.
36. 14. október. G. J-son dyravörður, 59 ára. Datt niður i samkomuhúsi og var
þegar örendur. Við krufningu fannst stækkað hjarta (560 g) með mikilli
kölkun i báðum kransæðum. Hin vinstri var alveg lokuð 3 sm frá upptökum
og hin hægri 1% frá aorta. Við krufningu fannst allmikið stækkað hjarta
og mikil kölkun í báðum kransæðum, sem lokaði þeim algerlega, þegar dá-
litið var komið frá aðalhryggæðinni. Vinstra framhólf hjartans var töluvert
út þanið. Ályktun: Svo virðist sem hjartað hafi gefizt allt í einu upp, senni-
lega vegna þess, að maðurinn hefur reynt á sig, gengið á móti vindi upp
brekku til samkomuhússins.
37. 18. október. M. B-son, 30 ára. Líkið fannst i höfninni. Ályktun: Af útiliti
lungna og froðu í vitum og öndunarfærum virðist auðsælt, að maðurinn hefur
drukknað. Áfengismagn í blóði (2,18%<>) bendir til þess, að maðurinn hafi verið
allmikið drukkinn. Geysimikil fita í lifur ber vott um, að maðurinn hafi verið
ofdrykkjumaður.
38. 30. október. A. B -son, 48 ára lögfræðingur. Fannst dáinn í stofu sinni, sitjandi
með riffil milli fótanna. Svöðusár var undir kverkinni, og leit út fyrir,
að hann hefði hleypt skotinu þar, kúlan farið í gegnum höfuðið og upp i loft,
því að þar hafði kvarnazt úr steypunni. Við líkskoðun og krufningu fannst 20
sm langt svöðusár, sem í fljótu bragði leit út sem skurðsár, en við nánari
atliugun sást, að húðin var dálítið trefjótt í sárbörmunum. Skotið liafði
sprengt neðri kjálkann, tætt tunguna í sundur og farið þaðan upp i heilann
hægra megin upp i hvirfil og þar út í gegnum beinið. Iíúpubotn var möl-
brotinn. í blóði fannst 1,79%„ vínanda. Mjög mikil fitulifur. Ályktun: Sjálfs-
morð. Ölvun.
39. 30. október. J. B-son, 26 ára. Maður þessi fannst látinn á bersvæði. Hafði
hann verið flogaveikur. Við likskoðun og krufningu sást líkið út atað i for,
smáflumbra á hægra gagnauga. Hjarta var stækkað (455 g), einkum vinstra
megin, og bæði nýru einnig mjög stækkuð (205 og 230 g). Mikið af leir og smá-
steinum i munni og mikið af leðju í barka. Ályktun: Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar og því, sem fannst við líkskoðun og krufningu, virðist maðurinn
hafa fengið flogaveikiskast, dottið á grúfu i aurleðju og kafnað.
40. 6. desember. J. G. G-dóttir, 52 ára. Líkið fannst rekið í fjöru og poki með
steini í bundinn um hálsinn. Ályktun: Drukknun. Sjálfsmorð.
Að öðru leyti láta læltnar þessa getið:
Rvík. Álitsgerðir, sendar sakadómara: 11 vegna fanga, 4 í barns-
faðernismálum, 1 vegna gruns um kynferðisafbrot gagnvart stúlku-
barni.
Akureyrar. Rannsakað alkóhólinnihald blóðs 9 sinnum vegna ölv-
Unar við bifreiðaakstur. Tekin blóðpróf vegna barnsfaðernismála
þrisvar. Geðrannsókn samkvæmt beiðni Jögreglunnar tvisvar. Gert að
°g athugaðir áverkar ásamt greinargerð fyrir lögregluna tvisvar.
Vestmannaeyja. Engar á árinu.