Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 216
214
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt stótthreinsunarreikningum, er borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið 133 sinnum fram á árinu
á öllu landinu, og eru tíðustu tilefnin skariatssótt (56%) og berkla-
veiki (30%), en önnur til tilefni fágæt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Sótthreinsanir voru alls á árinu 116. Er þetta fremur lág tala,
en ég vil í því sambandi geta þess, að oft gat það komið fyrir á skar-
latssóttarheimilum, að ekki varð svælingu við komið, vegna ónógs
húsnæðis, og lét ég þá nægja fullkomna venjulega lireingerningu á
heimilinu, bæði á herbergjum og fatnaði. Stundum var þó eitthvað
af ytra fatnaði tekið til sótthreinsunar.
Sauðárkróks. Sótthreinsun framkvæmd einu sinni vegna slcarlats-
sóttar (tilfelli frá fyrra ári).
ólafsff. Sótthreinsunarmaður enginn og enginn fáanlegur nema fyrir
fullt tímakaup. Hef ég því fyrir löngu tekið upp þann hátt að láta
fólkið annast starfið sjálft eftir minni fyrirsögn, og látið því sótt-
hreinsunarlyf í té, enda ekki um annað að gera.* 1 2 3 4)
1) Hinn 25. júní 1949 ritaði landlicknir öllum héraðslæknum svo látandi bréf
varðandi framkvæmd sótthreinsana:
„Héraðslæknar kvarta meira og meira undan erfiðleikum á Jiví að fá leystar
af hendi sótthreinsanir lögum samkvæmt fyrir það fé, sem heimilað er að greiða
sótthreinsunarmönnum úr rikissjóði. Fvrir kemur, að skrifstofu minni berast, eink-
um frá hinum yngri héraðslæknum, liáir reikningar fyrir sótthreinsanir unnar i
tímavinnu, jafnvel af tveimur mönnum saman, sem staðið hafa streittir heila
daga við lireingerningar húsa i sambandi við sótthreinsanir, og þá ef til vill hvor-
ugur lögskipaður sótthreinsunarmaður, enda kveður við, að ógerningur sé að fá
slíka mcnn skipaða upp á þau kjör, scm boðin eru. Ég hlýt að taka það skýrt fram,
að slíka reikninga er mér algerlega óheimilt að greiða.
Nokkur ástæða er til að ætla, að mikið af þeim erfiðleikum, sem nú hefur verið
lýst, megi rekja til þess, að sóttvarnarlög séu mistúlkuð ineð tilliti til þess, livert
sé eðlilegt verksvið sótthreinsunarmanna, eins og nú er komið vinnuliáttum í land-
inu. Með skírskotun til 5. málsgreinar 15. greinar laga nr. 66/1933 um skyldur
lieimila til að leggja fram vinnu við sótthreinsanir tel ég, að ekki verði komizt
hjá að krefjast þess, að alla venjulega verkamanna(kvenna)vinnu, sem enga sér-
kunnáttu þarf til að leysa af hendi, annist hlutaðeigandi lieimili sjálft og beri
kostnað af. Að sjálfsögðu er heildarhreingerning hiisa i sambandi við sóttlireins-
anir, sem stundum kann að vera nauðsynleg og oft æskileg, ekki frábrugðin venju-
legum hreingerningum og alls ekki eðlilegt verk sótthreinsunarmanns.
Hlutverk sótthreinsunarmanns tel ég eiga að vera sem hér segir:
1. Sótthreinsunarmaður á að bera fullt skyn á sótthreinsanir og kunna til hlítar
gildandi sótthreinsunarreglur.
2. Sótthreinsuuarmaður leiðbeinir lieimilum og aðstoðar þau við lokasótthreins-
anir að afstöðnum sóttum þeim, sem sótthreinsað er eftir.
3. Sótthreinsunarmaður segir m. a. fyrir verkum fólki því, sem vinnur að al-
mennri hreingerningu í sambandi við sótthreinsanir.
4. Sótthreinsunarmaður hefur undir höndum sótthreinsunarlyf og lætur þau af
hendi til sótthreinsana, þar á meðal til lireingerningarfólks, að svo miklu leyti
sem slik lyf eru notuð við almenna lireingerningu, en sótthreinsunargildi þeirra
umfram venjuleg ræstilyf er nú mjög dregið i efa. Sér sótthreinsunarmaður