Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 217
215
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
Hólmavikur. Héraðslæknis oft leitað til dýralækninga. Mikið um
doða og hjartasjúkdóma í mjóllcurkúm eftir burð. Læknir aðstoðaði
nokkrum sinnum við lyfjadælingar í æð á kúm, sem gafst einna
bezt (glucose-upplausn var notuð). Alls munu hafa drepizt um 7-—8
kýr hér í nágrenninu og oftast beztu mjólkurkýrnar.
Sciuðárkróks. Húsdýrasjúkdómar herja enn þá á sauðfé bænda, bæði
mæðiveiki og garnaveiki. Á síðast liðnu hausti var skorið niður allt
sauðfé vestan Héraðsvatna. Eru menn nú einnig orðnir hræddir um,
að kýrnar smitist af garnaveiki.
Grenivíkur. Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár, að kýr bráð-
dræpust. Þykir sennilegt, að um efnavöntun í fóðri sé að ræða, og
halda menn, að taða af votlendum túnum og nýræktun og einhliða
notkun útlends áburðar valdi hér miklu um.
Seyðisfi. Talsvert bar á lungnapest í sauðfénaði í Loðmundarfirði.
Bændur gefa súlfalyf við veikinni og segja það gefast vel. Hér í kaup-
staðnum ber alltaf mikið á „doða“ í kúm, en flestum bjargað með
loftinndælingu í júgrið og calciumgjöf, bæði innan og utan garna.
um rétta blöndun lyfjanna og liefur nákvæmar gætur á, að varlega sé með
þau farið.
!í. Einkum lítur sótthreinsunarmaður vel eftir sóttlireinsun sjúldingsins sjálfs,
klæðum hans, rúmfatnaði og öðru því, sem næst honum hefur verið. Ef fatnaður
er fluttur burt til sótthreinsunar 1 sótthreinsunarofni, ber sótthreinsunarmaður
ábyrgð á þvi, að tryggilega sé um búið, svo að hætta stafi ekki af flutningnum.
G. Sjálfur leggur sótthreinsunarmaður hendur að þeim sótthreinsunaraðgerðum,
sem sérkunnáttu þarf til að leysa af hendi, svo sem þegar sótthreinsað er með
formalini eða fengizt er við fatnað eða gripi, sem hætta getur verið á, að
skemmist, ef mistök verða á aðgerðunum.
Eg beini þvi til yðar, herra héraðslæknir, að athuga þessar bendingar mínar með
tilliti til þess, hvernig ástæður eru í héraði yðar. Ef þeirri skipan verður komið
á störf sótthreinsunarmanna, sem hér hefur verið lýst, þykir mér ekki ólíklegt, að
auðveldara verði en áður að fá sótthreinsunarmenn skipaða. Eins og nú er háttað
verkaskiptingu í landinu, fer sjaldnar en áður saman, að maður sé vel lagaður
til að láta sér skiljast eðli kunnáttuverka og segja fyrir um þau og liitt að leggja
á sig crfiðisvinnu við framkvæmd þeirra. Gæíi ég trúað, að kennarar og sýslun-
armenn ýmsir fengjust til að rækja sótthreinsunarstörf, ef þeim væri markað
það svið, sem hér hefur verið lýst. Hér á og kvenfólk ckki síður að koma til
greina en karlar, nema fremur væri.
Viðvikjandi þvi, sem mælt kann að verða, að með þessu sé stefnt að þvi að
'eSgjn auknar vinnukvaðir á einstök heimili, og á þau sé slíku ekki bætandi, skal
tekið fram: Minna og minna er mí lagt upp úr gildi sótthreinsunaraðgerða eftir
ofstaðna sótt, er verulega séu umfram almennar þrifnaðaraðgerðir, sem öll
heimili gera sér nú fara um að rækja og á ólíkt virkari hátt en áður tiðkaðist.
fækkar nú sífellt þeim sóttum, sem talið er svara tilgangi að sótthreinsa eftir.
Víða er nú t. d. algerlega liætt að sótthreinsa eftir skarlatssótt, þó að enn sé
hér gert. Sótthreinsunaraðgerðum af hálfu liins opinbera er ekki ætlandi að verða
í reyndinni mikið annað en nokkurt aðhald um, að ræktur sé sjálfsagður heimilis-
heifnaður, þegar mest á ríður. Það, sem umfram er, eiga heimilin að fá fullkom-
lega uppborið með því að fá ókeypis nauðsynleg sólthreinsunarlyf, svo og með
leiðbeiningar- og aðstoðarstarfi hins opinbera sótthreinsunarmanns."