Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 218
216
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Hcifnarfi. Beinamjölsverksmiðju, sem stendur vestanvert við höfn-
ina, var breytt á þessu ári í síldarmjölsverlcsmiðju. Vinnur hún einnig
mjöl úr öllum fiskúrgangi. Sjást nú elcki lengur í nágrenni bæjar-
ins hryggja- og hausahrannir, eins og áður var, og' er að því mikil
staðarbót, auk þess sem fiskúrgangurinn verður verðmætari vara á
þenna hátt.
Alcranes. Af framkvæmdum í þessu efni rná einkum nefna, að síld-
arverksmiðja bæjarins var stækkað að miklum mun og að haldið er
áfram hafnargerð með miklum kostnaði. Meiri áherzla hefur verið
lögð á gatnagerð og gangstéttir hellulag'ðar á nokkru svæði. Aftur
á móti eru Iitlar framfarir í ræktunarmálum bæjarins.
Búðardals. Framkvæmdir með meira móti. Ný 13 kílóvatta vélaraf-
stöð, er framleiðir 220 volta riðstraum, tók til starfa hér í Búðardal
fyrir jólin. Var hin gamla, sem aðeins framleiddi 110 volta straum,
orðin ellihrum og lir sér gengin og því lítt nothæf. Enda þótt hin nýja
stöð sé ekki stærri en þetta, er samt um mikla bót til hatnaðar að
ræða. Vélarafstöðvar ryðja sér nokkuð til rúms í sýslunni, en vind-
rafstöðvum fer fækkandi.
Rcykhóla. Til almennra framfara i héraðinu má telja, að á síðast
liðnu vori kom stór og mikil skurðgrafa í héraðið, og hafa verið grafnir
framræsluskurðir á flestum bæjum í Geiradals- og Reykhólahreppum.
Jafnframt er ætlunin, að grafinn verði vegarskurður frá Reykhólum
lit Reykjanesið að Stað; er það um 8 km vegalengd, yfir fúinn flóa,
sem um aldir hefur verið mikill Þrándur í götu öllum vegfarendum
um nes þetta. Líta héraðsbúar vegagerð þessa hýru auga. Einnig' var
á síðast liðnu sumri lagður síini á marga bæi í Reykhólahreppi og
nokkra í Gufudalshreppi, og' ætlunin er að leggja síma á sumri kom-
anda inn á þau heimili i Reykhólahreppi, sem enn hafa ekki fengið
síma.
Bíldudals. Lokið við byggingu nýrrar dieselrafstöðvar á Bíldudal, og
var hún tekin í notkun rétt fyrir jólin. Hafði fólk áður þurft að búa
við mjög mikinn rafmagnsskort, svo að illt var að sjá á bók, eftir
að dimmt var orðið úti. Seint á árinu komst á vegarsamband við Pat-
reksfjörð, en vegarlagningu ekki fulllokið ennþá; mikið af leiðinni
aðeins rutt með jarðýtu, en er þó fært jeppum og vörubifreiðum.
Flateyrar. Framfarir til almenningsþrifa urðu litlar á árinu. Þó voru
3 nýir bátar kcyptir, og eykur það atvinnu.
ísafj. Árið 1946 var hafin bygging nýs húsmæðraskóla. Yar henni
lokið í september 1948, og tók skólinn þá til starfa í hinum nýju húsa-
kynnum. Þetta er hið veglegasta hús, búið öllum nýtízku þægindum,
eins og hæfir merkri stofnun, því að sem stofnun hefur skólinn starfað
samfleytt síðan 1912, lengst af á vegum kvenfélagsins Óskar með til-
styrk frá bænum, þar til nii fyrir nokkrum árum, að rikið tók að mestu
að sér rekstur skólans á móti bænum, er hin nýju húsmæðraskólalög
gengu í gildi. Skólinn hefur að vísu þar til nú haft mjög þröngan
og' ófullkominn húsakost, og hefur þó, frá því að hann var stofnaður,