Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 219
217
verið hin mesta lyftistöng undir menningarlífið í bænum og víðar,
sérstaklega manneldismálin og heimilisiðnaðinn. Með hinum nýju
húsakynnum og í samræmi við húsmæðraskólalögin nýju breyttist
rekstur skólans töluvert frá því, sem áður var, eða þannig: 1) í stað
þess, að áður var starfrækt við skólann 2 fjögurra mánaða nám-
skeið hvert skólaár, með 18 námsmeyjum á hverju námskeiði, verður
hann nú 9 mánaða skóli fyrir allt að 40 námsmeyjar. Að vísu er í
þessari dýru stofnun eigi ætlað rúm fyrir fleiri en 32 námsmeyjar,
en með betri hagnýtingu hinna rúmgóðu herbergja á hæglega að vera
hægt að koma fyrir 36—40 námsmeyjum í heimavist, og var, eins og
áður er sagt, byrjað með 40 námsmeyjar fyrsta veturinn. 2) Hin
þröngu liúsakynni gamla skólans takmörkuðu starfsemi hans við
heimavistarnemendurna, en í nýja skólanum er gert ráð fyrir að reka
sérstök heimangöngunámskeið fyrir húsfreyjur i bænum, fyrir skól-
ana, t. d. gagnfræðaskólann og fyrir sjómenn bátaflotans, og er sér-
eldhús og borðstofa í kjallara hússins fyrir þessa starfsemi, svo að
lnin þarf ekkert að koma í baga við rekstur heimavistarinnar.
Ögur. 1 fyrra var lokið við að tengja héraðið við aðalsamgöngu-
kerfi landsins með vegi yfir Þorskafjarðarheiði, og er að því hin mesta
samgöngubót fyrir þessar sveitir og svo Vestfirðina, allt til Þingeyrar.
Að vísu getur vegurinn tæpast talizt opinn til umferðar lengur en 3—4
sumarmánuðina, en þann tíma eru fastar ferðir frá Arngerðareyri til
Reykjavíkur tvisvar í viku, í sambandi við ferðir Djúpbátsins til og frá
Isafirði. Vegagerðir hafa og staðið yfir víða innanhéraðs. Það er t. d.
orðið bílfært um Nauteyrarhrepp, svo til endanna á milli, eða frá
Gjörfudal að Selá i Skjaldfannardal. Vegalagning stendur og yfir milli
fsafjarðar og Súðavíkur, og standa vonir til þess, að hún verði fullgerð
næsta sumar. Lengst stóð Hamarinn svo kallaði í vegagerðarmönnun-
um, en nú er björninn unnin, með 32 m löngum jarðgöngum. Lokið
er við að steypa steinbryggjur í Snæfjalla-, Nauteyrar- og Reykjar-
fjarðarhreppum, 2 í hvorum hinna síðar nefndu. Bifreiðar munu nú
vera á 10 bæjum af 14 byggðum, í Nauteyrarhreppi.
Hólmavikur. Helzt má telja aukna útgerð hér við fjörðinn. Keyplir
voru á árinu 3 nýir þilbátar, einn nýsköpunarbátur til Hólmavíkur,
svo að þaðan eru nú gerðir út 4 þilbátar, og tveir til Drangsnes, en þar
var einn lítill þilbátur fyrir. Auk þess hafa nokkrir nýir trillubátar
bætzt i flotann. Þá er nú x ráði að stækka hraðfrystihús kaupfélags-
ins á Hólmavík um helming, þar sein án þess verður ekki við komið
ineiri aukningu vélbátaflotans. Undirbúningur nokkur er hafinn að
væntanlegri virkjun Þverár við Þiðriksvallavatn fyrir Hólmavik og
nágrenni, og standa vonir til, að hægt verði að útvega nauðsynlegt
fjármagn, áður en langt um líður. Dieselrafstöðvar hafa verið settar
Upp á nokkrum bæjum, sem nægja heimilunum til ljósa, suðu og upp-
bilunar að nokkru leyti. Þykja þær hentugar og ódýrar í rekstri. Eru
þau þægindi ekki sízt gleðiefni fyrir húsmæðurnar.
Hvammstanga. Hraðfrystihús kaupfélagsins á Hvammstanga full-
gert. Einnig unnið áfram að bryggjugerð á Hvammstanga, og geta nú
allt að 1000 tonna skip lagzt upp að bryggjunni.
Sauðárkróks. Haldið var áfram vinnu við virkjun Gönguskarðsár.
28