Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 220
218
Stíflunni var lokið í fyrra, en nú var lokið við að leggja leiðslupípur
og byggt stöðvarhúsið. Vantar nú aðeins vélarnar. Áttu þær upphaf-
lega að koma á árinu 1948, en seinkar svo, að þær koma ekki fyrr en
sumarið 1949. Standa vonir til, að stöðin geti tekið til starfa seint á
því ári. Unnið var einnig við höfnina; var settur niður steinnökkvi í
framhaldi af hafnargarðinum. Líka var unnið að dýpkun hafnarinnar.
Borað var eftir heitu vatni í Áshildarholtsvatni um 2V^ km sunnan
við kaupstaðinn. Boraðar voru 2 aðalholur, og fékkst úr þeim um 20
sek/1 af 70° heitu vatni. Hugsa menn gott til að fá þarna hitaveitu
fyrir bæinn, því að haldist þetta vatnsmagn, er það álitið alveg full-
nægjandi. Mikið var unnið í sveitinni að þurrkun lands með skurð-
gröfum og öðrum jarðabótum með stórvirkum vélum. Miltið af gömlu
túnunum var rifið upp með jarðýtum til þess að gera þau véltæk.
Hofsós. Hafnarmannvirkin á Hofsósi mikið aukin á þessu ári.
ólafsfj. Lokið við að ganga frá norðurhafnargarði að fullu. Yestur-
garður lengdur rnikið, en ekki vannst tími til að fylla alveg á milli
staura með grjóti, svo að staurar brotnuðu. Höfnin næstum fylltist
af sandi, svo að til vandræða horfir, ef henni verður ekki lokað hið
fyrsta. Sýnilegt er, að upprunaleg teikning fær ekki staðizt, en breyta
verður til með garðana þannig, að sá nyrðri nái vestur fyrir enda
vesturgarðs. Lokið var við að tengja saman Ólafsfjarðarveg við veg-
inn í Stíflu, en ræsi vantar enn þá og svo brýr á Þverá og Fjarðará.
Lokið við byggingu niðursuðuverksmiðju og verksnhðjan reynd með
því að sjóða niður síld. Dósalokunarvél gömul og ekki góð, svo að
einhver mistök urðu á. Bygging' þessarar verksmiðju lýsir ljóslega
sleifarlagi hins opinbera eða þeirra, sem um þessi mál fjalla. Fyrst er
veitt fjárfestingarleyfi og lánsloforð fylgdi þar með. Þegar á að taka
lánið, er því neitað. Þegar sótt er um gjaldeyrisleyfi fyrir dósum til
niðursuðu, er því harðneitað lengi vel, og svo náttúrlega neitað um
rekstrarlán líka. Þessi ráðleysa öll virðist ætla að sanna gamla tals-
háttinn, að því verr dugi heimskra manna ráð sem þau komi fleiri
saman.
Dalvíkiu-. Þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, má telja, að sæmi-
lega sé að verið. Unnið var að lengingu hafnargarðsins, 55 m áfanga.
Garðurinn er nú orðinn um 300 m. Lagt var holræsakerfi um meira
hluta Hríseyjarþorps. Útgerðarfélag var stofnað á eynni, og var þátt-
takan almenn. Keyptur var 60—70 tonna bátur. Unnið að byggingu
frystihússins. Lagður var alllangur vegur á austurkjálkanum. Skurð-
grafan var að verki í dalnum eins og undanfarin sumur. Byggð var
vönduð steinbrú yfir Þorvaldsdalsá í stað hinnar gömlu. Enn var unn-
ið að vegagerð milli Litlaárskógssands og brautarinnar á Ströndinnx
(þjóðvegarins).
Akureyrar. Af opinberum byggingum má nefna, að haldið er áfram
með byggingu hins nýja spítala og heimavistarhúss Menntaskólans
á Akureyri og einnig gerð nokkur viðbyg'ging við Gagnfræðaskóla
Akureyrar, svo og tekin í notkun viðbygging sú, sem gerð var Barna-
skóla Akureyrar, og stórt og myndarlegt barnaskólahús tekið í notkun x
Arnarneshreppi rétt ofan við Hjalteyri. Þá xná einnig geta þess, að
byggð var ein hæð ofan á Húsmæðraskólann á Laugalandi, og bætist