Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 221
219
þax- því við verulegt kennslurými. Þá má að lokum geta um það, að all-
stórt og myndarlegt þvottahús var reist á Oddeyri, og annast það,
ásarnt þvottahúsinu Mjöll, þvotta fyrir bæjarbúa, eftir því sem þörf
er á. Þvottahús þetta er með nýtízkuvélum, allt hið snyrtilegasta.
Haldið er áfram með hina miklu byggingu Ullarverksmiðjunnar Gefj-
unar, og verður ullarþvottastöðin tilbúin að taka lil starfa á næsta ári.
Grenivíkur. Haldið var áfram með þjóðveginn frá Akureyri til Greni-
vikur í sumar, og komst hann út að Fnjóskárbrú, en ekki kemur hann
að fullum notum, fyrr en hann lcemst alla leið. Byrjað var á bryggju-
gerð hér á Víkinni í sumar; er hún steypt, en of stutt enn. í ráði er
að bæta steinkerum framan við hana, en óvíst er, hvort i þær fram-
kvæmdir verður ráðizt á næsta ári.
Vopnafj. Framkvæmdir alls konar miklar á árinu. Unnið að frysti-
húsi Kaupfélags Vopnfirðinga og því komið undir þak. Húsið er
44 X 16 m, tvílyft með risi. Sundlaugin við Selá var fullgerð og sund-
laugarhúsið gert fokhelt. Haldið var áfram endurbyggingu Bustar-
fellsbæjar, og er henni nú lokið að mestu. Mörgum finnst það þó stór
galli á viðhaldi gamals bæjar, að þar ægir saman gömlu og nýju, sem
ekki á saman, svo sem: miðstöð, vatnssalerni, rafmagnsljósum og
leiðslum, handlaugum og dúklögðum gólfum. Auðvitað var þetta gert
til hægðarauka fólkinu, sem þarna býr, en bærinn tapar við það sem
forngripur. Unnið var að jarðabótum með beltisdráttarvél. Heyvinnu-
vélum fjölgaði mikið á árinu. Súgþurrkunartækjum var komið upp á 2
bæjum.
Scyðisfí. Helzt mætti nefna byggingaframkvæmdir, eins og smíð 7—8
einbýlishúsa, samkomuhúss og járnsmíðaverkstæðis, sem þegar hefur
tekið til starfa. Mikill áhugi er fyrir því að byggja nýtt sjúkrahús.
Breiðabólsstaðar. Skurðgrafa kom hingið síðast liðið sumar. Unnið
var nokkuð að vegabótum, en allt of lítið sem fyrr. Þó eru vegir að
færast í skárra horf og eru nú heldur lengur færir á veturna, að
minnsta kosti fyrir bíla, sem gerðir eru fvrir ófærur. Flugferðir voru
nokkuð góðar um sumarið, en engar um veturinn. Enn þá setjast flug-
vélarnar á Stjórnarsandinn. Væri mikil bót að því að fá þar upp-
hækkaða flugbraut, en hana væri hægt að gera með litlum tilkostnaði.
Væri þá hægur vandi að halda henni snjólausri á vetrum með jarðýtu.
Komið getur fyrir, að sjúklingar þurfi óhjákvæmilega að komast á
sjúkrahús að vetrarlagi, en þá eru hér bílvegir iðulega ófærir. Nokkrar
landbúnaðarvélar fengust hingað á árinu, en vonir standa til, að þær
verði mun fleiri næsta ár. Engir nýir bílar komu. Einstaka menn eru
það hagsýnir, að þeir hafa komið sér upp steyptum súrheysgryfjum,
°g bættust 4 nýjar við á árinu. Bendir það til þess, að menn séu að
yakna til skilnings á hinum framúrskarandi kostum súrheysverkunar-
mnar. Stofnað var Kirkjukórasamband V.-Skaptafellssýsluprófasts-
hæmis, og hélt það fyrsta sameiginlegt sönginót, er hér hefur verið
haldið. Kirkjusókn er fremur léleg, en fer heldur í vöxt, og er það
góðs viti.
Vestmannaeijja. Bæjarsjóður eignaðist á árinu annan nýsköpunar-
h>gara, og hlaut hann nafnið Bjarnarey, gott og mikið skip, eins og
°g hitt, sem fyrir var. Mikill samvinnuhugur útvegsmanna, og hafa