Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 222
220
þeir í byggingu „vinnslustöð“ mikla. Þeir keyptu hraðfrystihús h.f.
Fiskur og ís, en það stendur skammt frá byggingu þeirra. ísfélag
Vestmannaeyja h.f. hefur í smíðum myndarlegt hraðfrystihús. Ný-
smíð öll gengur hægt og bítandi vegna gjaldeyrisvandræða og neínda-
fargans, sem allt ætlar að drepa og er að verða cinn þyngsti bagginn á
okkar fámennu og fátæku þjóð. Sameignarfélög útgerðarmanna starfa
hér hin sömu og' áður, og stendur hagur þeira með miklum blóma.
Selfoss. í Þorlákshöfn var enn miklu fé varið til hafnargerðar. Þó
er ekki hægt að segja, að um nokkra höfn sé þar að ræða enn, og mun
það eiga langt í land, að svo megi kallast. Það virðist ekki muna ósköp
mikið um hverja milljónina, sem í það verk fer. Hins vegar verður
það ekki í efa dregið, að unnt sé að gera þarna sæmilega höfn, jafnvel
fyrir allstór skip, ef nógu miklu fé er ausið í framkvæmdirnar. Svo
sem um var getið í síðustu ársskýrslu, voru þá hafnar hitaveitufram-
kvæmdir hér á Selfossi. Ég hygg, að vel flestir eða allir Selfyssingar
hafi gert sér hinar glæstustu vonir um þetta fyrirtæki. Fólk hefur
eðlilega hlakkað til að lifa í funhita og vera jafnframt að eilífu laust
við kolaburð og öskuryk. Menn höfðu líka fulla ástæðu til að vænta
hins bezta, því að bæði verkfræðingar og aðrir, sem að framkvæmd-
inni stóðu, glæstu það mjög fyrir mönnum. Sagt var, að vatnið væri
allmikið yfir 70° heitt í annarri holunni og jafnvel fast að 80° í hinni,
og rennslið auk þess svo mikið, að vatnið mundi nægja til að kapp-
hita öll hús í 2500 manna borg. En þegar til kom, reyndist hitinn all-
mikið neðan við 40°, og auk þess var vatnið orðið allt of lítið, þegar
leitt hafði verið inn í hús, sem í bjuggu um 400 manns. Það virðist
hafa slæðzt villa inn í dæmið einhvers staðar. Ég fjölyrði ekki meira
um þessa framkvæmd að sinni, en ef til vill segi ég söguna lengri síð-
ar, því að enn er borunum haldið áfram, enda þótt augljóst sé, að
kostnaðurinn er þegar orðinn svo óheyrilegur, að engin leið yrði að
nota vatnið dýrleika vegna, þó að svo kynni nú að takast til, að það
fengist einhvern tíma nægilega mikið og nægilega heitt.
Laugarás. Alltaf eru einhver ný hús í smíðum, og allmikið er unnið
að nýrækt, einkum skurðgrefti. Eru skurðgröfur að verki í flestum
eða öllum hreppum héraðsins.