Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 225
Yfirlit um faraldurinn.
Dagana 14. til 23. janúar 1949 dvöldumst við undirritaðir á Akur-
eyri eftir beiðni landlæknis til að safna sýnishornum frá sjúklingum
nieð mænusótt og gera nokkrar athuganir á faraldri þeim, sem þá
gekk þar. Við sendum hérmeð þessa skýrslu um athuganir okkar.
Fyrsti mænusóttarsjúklingurinn í Akureyrarhéraði haustið 1948
var skráður1) 25. september, og var hann á Svalbarðsströnd. Næsti
sjúklingurinn og jafnframt hinn fyrsti á Akureyri var skráður 16.
október. Báðir þessir sjúklingar fengu allverulegar lamanir. Á Akur-
eyri er svo næst skráður 1 sjúklingur 25. október og þá 2 hinn 28. s. m.,
eða samtals 4 sjúklingar í október, en í héraðinu utan kaupstaðarins
var skráður 1 sjúklingur í september, sem áður getur, og 2 í október.
Síðan er tala skráðra sjúklinga á Akureyri sem næst því, er tafla I
sýnir.
Tafla I. Fjöldi skráðra sjúklinga á Akureyri og i Glerárþorpi2) eftir vikum.
Skráðir sjúkl. Sjúkl. með paresis.
Okt........................... 4 2
Vikan 31/10— 6/11 7 3
— 7/11—13/11 23 3
— 14/11—20/11 95 19
— 21/11—27/11 132 37
— 28/11— 4/12 33 14
— 5/12—11/12 20 9
— 12/12—18/12 32 8
— 19/12—25/12 17 11
— 26/12— 1/1 26 11
— 2/1 — 8/1 19 5
— 9/1 —15/1 13 2
Samtals 16/10—15/1 421 124
Fram til 15. jan. 1949 hafa því samtals verið skráðir 42Í sjúklingur
a Akureyri (og í Glerárþorpi) og 12í fengið a. m. k. vott af lömun, en í
1) Það sem hér segir um „skráða“ sjúklinga, má ekki skilja of bókstaflega. í sept-
ernber var þannig enginn mænusóttarsjúklingur skráður i Akureyrarhéraði venju-
legri farsóttarskráningu. Hér eru sjúkdómstilfelli talin og timasett, eftir því sem
athugun eftir á leiddi i ljós, að þau höfðu borið að, og er þvi ekki að vænta fulls
samræmis við hina venjuiegu skráningu, sbr. töflu IV,25.
2) Aðeins fáir sjúklingar i Glerárþorpi, og eru þcir i seinni skýrslum taldir með
atanbæj ars j úklingum.