Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 226
224
héraðinu utan Akureyrar voru á sama tíma (eða frá 25/9’48—
15/1’49) skráðir aðeins 15 sjúklingar og 8 þeirra með lamanir. Eng-
inn sjúklinganna hefur dáið.
Eftir aldri og kyni greinast 410 sjúklingar á Akureyri, sem hér
segir (tafla II):
Tafla II. Aldur og kyn skráðra sjúklinga á Akureyri og í Glerárþorpi.
Karlar Konur Samtals
Skráðir Lamaðir Skráðar Lamaðar Skráðir Lamaðir
0—4 ár ......... 1 1 5 2 6 3
5—9 — .......... 8 1 8 3 16 4
10—14 — ........ 13 1 18 5 31 6
15_19 — ........ 56 6 62 16 118 22
20—29 — ........ 26 10 62 20 88 30
30—39 — ........ 22 8 49 13 71 21
40—49 — ........ 11 3 38 19 49 22
50—59 — ........ 10 2 18 9 28 11
60—69 — ......... 2 1 1 „ 3 1
Alls .......... 149 33 261 87 410 120
Aldur ótilgr. .. 2______;;________9________4_______H_______4
Samtals 151 33 270 91 421 124
________________21,9 %____________33,7 %__________29,5 %
Lamanir: Fram til 15. janúar (’49) eru alls 124 sjúklingar af 421
á Akureyri skráðir með lamanir, eða 29,5%. Þar af eru 33 karlar (al
151), eða 21.9%, og 91 kona (af 270), eða 33,7%.
1 langflestum tilfellunum munu þessar lamanir þó vera vægar og
hverfa alveg. Oft er þeim lýst fremur sem almennu afllej7si á einunt
lim eða fleirum en beinni lömun. Þannig er það oft, að sjúk-
lingur getur hreyft t. d. handlegg eðlilega á alla vegu, en finnst hann
„þungur“, og afl til átaka er minnkað. Nokkrir sjúklingar hafa lamazt
allverulega og fáeinir mikið, svo að hætt er við, að þeir beri þess
varanlega menjar; er lauslega áætlað, að þeir muni vera um 10, en
þó kann svo að fara, að þeir verði nokkru fleiri, sem ekki ná sér til
fulls.
Faraldurinn virðist yfirleitt hafa verið mjög vægur, eftir því sein
gerist um mænusótt. Flestir sjúklinganna hafa aðeins fengið lítinn
hita, ca. 37,2°—37,8°, og algengustu kvartanir eru um ríg í hálsi og
verki í baki og útlimum; einnig hefur stundum borið nokkuð á óþæg-
indum og verkjum við öndun. Þessi einkenni eru oft mjög þrálát, og
hitinn helzt stundum margar vikur.
Truflanir á tilfinningarskyni liafa komið fyrir hjá sumum sjúk-
lingum, og um einn er það sagt, að sársaukaskyn og hita- og kuldaskyn
væri alveg horfið á öðrum fæti og læri. Algengt var, að sjúklingar
kvörtuðu um paresthesiur.
Nokkur dæmi eru þess, að sjúklingar, er haft hafa þessi einkenni
um tíma, en batnað og farið á fætur, hafa eftir nokkurn tíma ■
jafnvel 3—5 vikur — lagzt á ný með sömu einkennum og þá stund-
um fengið lamanir. Margir sjúklingar eru lengi að ná sér, þó að þeir hafi
engar lamanir fengið, kenna taugaóstyrks og slappleika alllengi, eftn
að önnur einkenni eru horfin.