Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 229
227
15 ára aldurs, en í mænusóttarfaraldrinum 1946—1947 voru 35,5%
skráðra sjúklinga yngri en 15 ára, og var það þó langlægsta hluftalls-
tala til þess tíma. Þá eru og áberandi margir á aldrinum 15—19 ára,
eða um 29%, en að vísu er allmargt aðkomufólk, einkum skólafólk,
á þessum aldri, svo að þessi aldursflokkur verður tiltölulega fjöl-
mennastur meðal ibúanna á þessum tíma árs. Meðal sjúklinga á þessu
aldursskeiði (15—19 ára) voru og um 25 nemendur í heimavist mennta-
skólans, allir utanbæjarnemendur.
Tafla II sýnir og, að konur eru i miklum meira hluta, en áður hefur
ckki verið áberandi munur á tíðni mænusóttar meðal karla og kvenna
hér á landi. Hins vegar hefur annars staðar verið talið, að nokkru
fleiri karlar en konur veiktust. Þessi munur verður þó ekki áberandi,
fyrr en komið er yfir 20 ára aldur. Telja læknar á Akureyri líklegt, að
skýringin sé a. m. k. að nokkru leyti fólgin í því, að konurnar, eink-
um þær, sem vinna heimilisstörf, hafi síður hirt um að hlífa sér, er
þær fyrst kenndu lasleika, og því orðið meira úr veilcinni í þeim.
Algengt virðist, að margir veikist á sama heimili, t. d. mun um helm-
ingur nemenda í heimavist menntaskólans hafa veikzt, en þeir eru
alls 70. Mun héraðslæknir bráðlega gefa nánari skýrslu um þetta.
Hin mikla útbreiðsla veikinnar vikurnar 14.—20. og 21.—27. nóvem-
ber (tafla I) gæti m. a. gefið tilefni til athugunar á því, hvort um
smitun frá neyzluvatni eða mjólk hefði verið að ræða. Engar líkur
benda til þess, að svo hafi verið um vatnið samkvæmt rannsóknum
þeim, er síðar verður getið.
Mestöll neyzlumjólk er gerilsneydd, og virðast engar likur til þess,
að mjólkin, sem send er út frá Mjólkurstöðinni hafi verið smitmenguð,
enda hefur mjólk verið send þaðan allan tímann til Siglufjarðar, en
þar hefur veikinnar ekki orðið vart. Hins vegar væru e. t. v. mögu-
leikar á því, að smit hefði borizt í mjólkina í mjólkurbúðunum, því
að frá stöðinni er hún ekki send í lokuðum flöskum. Virðast þó engar
sérstakar líkur til, að svo hafi verið, en héraðslæknir hefur eklci
lokið til fulls skýrslum sínum um þetta atriði (m. a. um útbreiðslu
veikinnar eftir hverfum).
í héraðinu utan kaupstaðarins bar lengi vel furðu lítið á veikinni,
höfðu aðeins 15 sjúklingar verið skráðir þar fram til 15. janúar. Þess
er þó að gæta, að þar leitar fólk miklu síður læknis, þegar um væg
tilfelli er að ræða.
Söfnun sýnishorna til rannsóknar.
Tckin voru blóðsýnishorn úr 12 sjúklingum. Þeim var safnað dag-
a_na 15. til 18. janúar, og' er ætlunin að fá síðar blóð úr sömu sjúk-
jinguni til að gera serologiskan samanburð við þessi fyrstu sýnis-
norn. Valdir voru til blóðtökunnar þeir sjúklingar, sem skráðir voru
"yir þá daga, sem við dvöldumst á Akureyri, og talið var, að liefðu
mn sérkennilegu einkenni sjúkdómsins. Unnið var serum úr blóði
þessu, cn blóðkorn og hlaup auk þess geymt fyrst um sinn.
Gerð var differentialtalning á hvítum blóðkornum frá þessum sjúk-
nngum, og varð útkoman eins og segir í töflu III.