Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 232
230
D. 28. febrúar fengu 4 vikugamlir músarungar blóðgraut inn í heila.
Drepnir 21. febrúar. Tveir heilar verða skoðaðir í smásjá.
3. Sýkingartilraunir mcð saur: 28. janúar var byrjað að gera sus-
pension af saur frá A.L 2 (40 d.), K.J. 2 (17 d.) E.S. 2 (1% mán.),
S.E. $ (5 d.), K.S. 2 (12 d.) og J.A.J. á (5 d.). Tölurnar innan sviga
merka dagafjölda, frá því að sjúkdómur byrjaði, þar tii sýnishorn
var tekið.
A. Hluti af suspension þessari var skilinn og bakteríum eytt með
ether á venjulegan hátt.
11. febrúar var ether-steriliseraðri suspension dælt inn i heila á 4
músarungum (4—4,5 gr. hver). Þeim líður vel.
18. febrúar var sörnu suspension dælt inn í heila á 3 hamstra-
ungum, sem hver vó 12—14 gr. Þeir eru allir frískir.
Reynt hafði verið að sýkja hamstraunga og músarunga fyrr með
þessari suspension, en mæðurnar drápu ungana í þau skipti.
B. Nokkuð af suspensioninni var sterílíserað í skilvindu við 8000
snúninga á mínútu. Skilið var tvisvar sinnum (þessi hraði ætti að
botnfella eggjahvítuagnir 300 nip. og stærri. Poliomyelitisvirus er um
7—19 ni/x í diameter). Þetta flot var síðan skilið sterílt í últraskil-
vindu við 29500 snúninga á mínútu í 1 klukkustund. Sá hraði ætti að
botnfella agnir stærri en 24 m/x. Þetta botnfall var leyst upp aftur í
litlu magni af vökva, og reyndist sú upplausn laus við lifandi bakteríur.
30. janúar var þessu uppleysta botnfalli úr últraskilvindunni dælt
inn í heila á 4 músarungum. Þeir eru enn (21/2) lifandi og heil-
brigðir.
Nokkur frekari leit að virus, sem gæti sýkt venjuleg tilraunadýr
verður gerð. Mundi verða skýrt frá árangri af lienni síðar, ef hann
yrði að einhverju leyti jákvæður. Sýkingartilraunirnar hafa verið
gerðar á Tilraunastöðinni á Keldum.
Ætlunin er að nota sýnishorn þau af serum, sem áður eru nefnd, til
að g'era komplementpróf fyrir choriomeningitis, St. Louis enceph-
alitis, encephalomyelitis equium, austur- og vesturstofni, og ef til
vill fleirum.1)
Neyzluvatn.
Neyzluvatn fær Akureyri úr nokkrum uppsprettuin uppi í fjalli
(ca. 500 m hæð) fyrir ofan Lögmannshlíð. Eru steyptir smábrunnar
við upptökin (einn þeirra merktur II á meðfylgjandi teikningu) og
vatnið frá þeim leitt í einn stóran brunn nokkru neðar (I), frá honum er
það svo leitt í tvo brunna ofan við Glerá (hinn stærri sýndur á teikn-
ingunni), en þaðan í bæjarkerfið. Brunnunum er lokað með tréhlera
og læst með hengilás.
Sýnishorn af vatni voru tekin hinn 16. janúar úr einum upptöku-
1) Komplementpróf þessi og nokkur fleiri reyndust öll neikvæð og sömuleiðis
allar sýkingartilraunirnar. ítrekuð leit að Coxsackievirus í saur sjúklinganna og
mótefnum í blóði varð og án árangurs, og hið sama er að segja um leit að poU°-
myelitisvirus og Coxsackievirus, er gerð var í Jolin Hopkins School of Hygiene
& Public Health, sem áður er getið (sbr. Læknablaðið 1950, 33, 5—6 tölubl. og
The American Journal of Hygiene 1950, 52, bls. 222—238).