Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 233
231
brunnanna (II), safnbrunninum á #Ni3H01N Af VATHI Til 6IM*6AflNJöCHA
upptökusvæðinu (I) og úr stærra
brunninum við Glerá (sýnishorn III).
Sýnishorn þessi voru geymd i kæli-
skáp, en komust ekki til Reykjavíkur
til rannsóknar fyrr en 25. janúar.
Hinn 23. janúar var enn tekið sýnis-
horn úr brunninum við Glerá (sýnis-
horn X) og enn fremur úr krana á
Akureyri. Öll þessi sýnishorn voru
tekin til rannsóknar á Atvinnudeild
Háskólans hinn 26. janúar, og fylgja
niðurstöður rannsóknanna hér með.
Samkvæmt þeim fundust í engu ofan-
greindra sýnishorna coligerlar í 100
sm8 magni eða fleiri en 10 gerlar í
1 sm3 ræktanlegir á agar, og kemisk
rannsókn leiddi ekkert grunsamlegt
í ljós (ekki vottur af nitrit né nitrat-
samböndum og ekkert NH3).
í tveim sýnishornanna er tekin
voru fyrra sinnið (sýnishorn II og
III) fannst óvenjulega mikið af gerlum
ræktanlegum á gelatine við stofuhita
( jarðvegsgerlum); aftur á móti var svo
ekki um sýnishorn X, er tekið var 23.
janúar úr sama brunni og nr. III. Er
vart uin aðra skýringu á þessu að ræða
en þá, að ögn af snjó og mold hafi fallið
í brunnana, er þeir voru opnaðir, og lent,
þar sem sýnishornin voru tekin, því að
erfitt var vegna frosts að losa hlerana í
fyrra skiptið.
Annars er vatnið samkvæmt rannsókn-
um ómengað, enda er frágangur vatns-
hólanna góður. Þó væri réttara að girða
svæðið umhverfis brunnana.
Skolpveita.
Skolpveitukerfið tæmist að mestu út í
pollinn og það á mörgum stöðum (sbr.
ineðfylgjandi riss, sem þó er ekki ná-
kvæmt). Þéttust eru skolpræsin frá Odd-
cyrinni suður í pollinn framundan
Strandgötu. Yfirleitt ná ræsin of stutt
fram og eru því á þurru um fjöru, og
blýzt af því óþrifnaður, einkum á sumrin.
Mest verður sjórinn mengaður í krikanum,
þar sem Oddeyrin gengur fram, því að