Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 235
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1950.
1/1950.
Borgardómarinn i Reykjavík hefur með bréfi, dags. 12. jan. 1950,
óskað í þriðja sinn umsagnar læknaráðs í málinu: S. G-son gegn
Hafmagnseftirliti ríkisins, en um mál þetta hafði læknaráð áður látið
dómaranum í té umsagnir sínar með úrskurðum, dags. 18. júní og
11. nóv. 1949.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrslcurðum, að því við bættu, að
síðan hefur verið lögð fram í málinu ódagsett útskrift lir dagbók Sól-
heimasjúkrahúss frá hlutaðeigandi yfirlækni, svo hljóðandi:
»Arið 1947.
Tala Nafn Aldur Heimili Sjúkdómur
190 S. Grson 68 B-veg 39 afl. Commotio cerebri
Komudagur Fór Legudagar Læknir Meðferð og aths.
2% x% 19 J. S-son med.“
Einnig hefur verð lögð fram í málinu ódagsett útskrift úr skýrslu
héraðslæknisins í Reykjavík um Sólheimasjúkrahús, svo hljóðandi:
Meðferð Afdrif
>,Nr. Börn Menn Konur Sjúkdómar L. H. útskr. dó eftir við áramót
1^9 „ Prostatitis
190 „ Hernia ingv.
Enn fremur hefur verið lögð fram ljósmynd af færslu dagbókar-
Jnnar, sem um er að ræða, er virðist benda til þess, að hún hafi upp-
runalega verið í samræmi við útskrift héraðslælcnisins, en síðar verið
hætt inn milli lína aftur af nafni stefnanda (nr. 190): „afl. commotio
cerebri“, og jafnframt sjúkdómsheiti (hernia inguinalis) og aðgerðar-
heiti (herniotomia) þvi, er fyrir var í línunni, vísað upp sem eigandi
'ið næsta sjúkling á undan (nr. 189). Hins vegar liggur elckert fyrir frá
hendi rannsóknardómarans um það, hvernig á misræmi útskriftanna
stendur, né heldur um það, hvort sjúklingur nr. 189 hafi auk prostati-
tis einnig haft kviðslit og fengið aðgerð við því.
30