Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 236
234
Loks er lagt fram í málinu vottorð frá yfirlækni handlæknisdeildar
Landsspítalans . .dags. 6. jan. 1950, þar sem hann vottar, eftir
skoðun sama dag, að stefnandi „virðist ekki hafa neitt kviðslit, og
engin merki sjáist til þess, að nokkurn tíma hafi verið gert að kvið-
sliti á honum“.
Rannsóknin hefur leitt í ljós, að á sjúkrahúsinu Sólheimum hefur
ekki verið haldin nein sjúkraskrá (journal) um stefnanda og að
ekkert liggur fyrir skráð um veru hans þar annað en greinir í um-
ræddri dagbók sjúkrahússins. Ávísunum (lyfseðium) á lyf þau, sem
stefnandi kann að hafa tekið á sjúkrahúsinu, hefur verið tortímt í
vörzlum Sjúkrasamlags Reykjavíkur.
Við framhaldsrannsókn málsins hefur starfandi læknir í Reykja-
vík (áður staðgöngumaður tryggingaryfirlæknis) staðfest vitnisburð
sinn um, að stefnandi hafi tjáð sér, „að hann hafi fengið lungna-
bólgu í apríl 1947, áður eða um það leyti, sem hann var lagður inn
á Sólheima". Hins vegar hafa læknar þeir, sem stunduðu stefnanda
á sjúkrahúsinu og fyrir og eftir, þ. e. heimilislæknir hans, sérfræð-
ingur í handlækningum og yfirlæknir sjúkrahússins Sólheima, og
taugasjúkdómalæknir, synjað fyrir, að um lungnabólgu hafi verið að
ræða.
Málið er að þessu sinni lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að dómarinn visar til úrskurðar síns 6. okt. 1949.
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad 1). Réttarmáladeild telur sennilegt, að örorka sú, er stefnandi
var haldinn, sé að nokkru leyti af völduin slyssins. Aukinn blóðþrýst-
ingur, sem stefnandi, liðlega sextugur maður, reynist hafa eftir slysið,
bendir eindregið til þess, að æðar hans hafi verið farnar að stirðna,
áður en hann varð fyrir slysinu, og fyrir það er líklegt, að hann hafi
verið lengur að ná sér en ella mundi. Hins vegar er ókleift að segja
með nokkurri vissu, hve milcið af örorkunni eigi að kenna slysinu
og hve mikið elli og æðakölkun. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir
liggja, telur réttarmáladeild sennilegt, að engin varanleg örorka hefði
hlotizt af slysinu, ef í hlut hefði átt ungur og fullhraustur maður.
Enn má álykta af gögnum málsins, að töluverðan hluta örorkunnar
megi rekja til neurosis traumatica.
Ad 2—3). Réttarmáladeild telur, að örorku stefnanda fyrstu tvo
mánuðina beri að kenna slysinu að öllu leyti. Næstu tvo mánuðina
(þ. e. til 25. marz 1947), er stefnandi er undir læknishendi (bað-
lælcningar), en mun hafa verið rólfær, virðist sanngjarnt að meta
örorkuna 90% og lcenna hana enn slysinu að öllu leyti. Engar upp-
lýsingar liggja fyrir um heilsu stefnanda á tímabilinu frá 25. marz,
unz hann er lagður á Sólheimasjúkrahús 26. apríl s. á. Miðað við það,
að stefnandi hafi ekki haft lungnabólgu, gagnstætt því, sem gert var
ráð fyrir í úrskurði læknaráðs, dags. 18. júní 1949, teldi réttarmála-
deild sanngjarnt að meta þátt slyssins i siðari örorku stefnanda
þannig: