Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 237
235
25. marz—26. maí 70%.
27. maí—26. ágúst 45%.
27. ágúst—26. nóv. 30%.
27. nóv.—26. nóv. 1948 10%.
Þá örorku, sem stefnandi kann að hafa haft eftir þennan tíma,
telur réttarmáladeild, að ekki sé slysinu að kenna.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 26. jan., staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 30. jan.
Mdlsúrslit: Með dómi í bæjarþingi Reykjavíkur 6. marz 1950 voru stefnanda
dæmdar bætur, kr. 4050.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 24. apríl 1948 til greiðsludags.
2/1950.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 13. marz 1950,
óskað í fimmta sinn eftir urnsögn læknaráðs varðandi réttarrannsókn
unt „meinta óleyfilega eyðingu fósturs“, en um mál þetta hafði lækna-
ráð áður látið dómaranum í té umsagnir sínar með úrskurðum, dags.
23. júní, 5. ágúst, 14. okt. og 29. des. 1949.
Málsatvik eru þau,
sein greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að því við bættu, að
framhaldsrannsókn hefur enn farið fram i málinu, sem er aðallega í
bví fólgin, að lögð hafa verið fram læknisvottorð þau, er frá greinir
hér á eftir.
Yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítalans, Guðmundur próf.
Yhoroddsen, gefur svo hljóðandi vottorð, dags. 13. jan. 1950:
.,Við skoðun á G. Ó-dóttur, . .., sama dag og kært hafði verið yfir
því, að framkvæmt hefði verið fósturlát hjá henni, 26. apríl 1949,
hom það í ljós, að engin för sáust á leggangahluta legsins eftir tengur.
Mjög ósennilegt má telja, að svo hefði verið, ef útvíkkarar (dilatatores)
hefðu verið notaðir til litvíkkunar á leghálsinum, ekki sízt þar sem
Þarna var um konu að ræða, sem vanfær var í fyrsta sinn.“
Að ósk lögfræðings sakbornings vottar yfirlæknir St. Jósephs spítala
* ^Reykjavik . .. um framanritað vottorð svo hljóðandi hinn 16. jan.
„ ’>É8' er að vísu ekki sérfróður á þessu sviði læknisfræðinnar, en
ekki betur séð en að álylctun próf. Guðmundar Thoroddsen sé
bæði varfærnisleg og rétt.“
Lögfræðingur sakbornings beinir eftirfarandi spurningum til starf-
andi læknis í Rcykjavík, sérfræðings í kvensjúkdómum . .. með bréfi,
dags. 16. jan. 1950:
”L Getur bimanuel-rannsókn á konu, sem grunur er um að sé þung-
uð, aukið hættu á, að byrjandi abort örvist?
2- Er réttmætt undir vissum kringumstæðum að nota kanna við
rannsókn i leggöngum (t. d. erosiones á portio) ?
Er útlitsbreyting á slímhimnuin í vagina, cervix og portio ásamt
niýkt leghluta nægjanleg til þess að dauna um, hvort um graviditet
er að ræða eða eigi?
4- Hver teljið þér einkenni byrjandi sjálfkrafa fósturláts?