Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 239
237
2. Ef kanni þessi hefði verið notaður til að framkalla fósturlát,
hefði þá verið eðlilegt að nota til viðbótar kúlutöng til að draga
fram legið?“
Þessum spurningum svöruðu læknarnir svo:
Yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítalans, Guðm. próf. Thor-
oddsen:
,,Ad 1) Nei.
Ad 2) Já.“
Yfirlæknir St. Jósephs spítala, . ..:
„Ad 1) Persónulega hefði ég ekki treyst mér til þess að framkvæma
fósturlát með kanna þessum, sem um ræðir í málinu og mér
er sýndur hér í réttinum.
Ad 2) Já, að sjálfsögðu."
Starfandi læknir í Reykjavik, sérfræðingur í kvensjúkdómum, ...:
„Ad 1) Vitnið telur það ekki líklegt og árangur óvís.
Ad 2) Það hefði verið skynsamlegt að nota einnig kúlutöng, þar
sem kanninn er svo stuttur."
Málið er að þessu sinni lagt fgrir lælcnaráð á þá leið,
að beiðzt er „umsagnar ráðsins um það, hvort rannsókn málsins,
síðan ráðið samdi síðast álitsgerð í því, haggi í nokkru fyrri álits-
gerðum þess, svo og hvort ráðið hefur eitthvað að athuga við vott-
prð og framburði læknisfróðra vitna í málinu eftir álitsgerð ráðs-
ins, dags. 23. júní s. 1., og sé svo, þá í hverju það sé fólgið".
Áhjktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Héttarmáladeild telur, að ekki hafi neitt það komið fram við síð-
Ustu rannsókn málsins, sem haggi fyrri álitsgerðum læknaráðs. Að
öðru leyti tekur deildin fram:
Með því að læknisvottorð þau, sem aflað hefur verið i málinu og
Mgð fram, síðan læknaráð hafði það síðast til meðferðar, eru fjTst
°g fremst málfærslulegs eðlis, sér deildin sér ekki fært að taka al-
nienna afstöðu til þeirra, þar sem hún telur alla málfærslu utan
verksviðs ráðsins. Að svo miklu lcyti sem dómarinn kynni enn að óska
frekari læknisfræðilegra leiðheininga læknaráðs um einstök atriði
niálsins, verður deildin að telja sjálfsagt, eins og ævinlega, að það
Se gert með því að leggja fyrir ráðið ákveðnar spurningar þar að
lútandi.
Ut af þeirri athugasemd lögfræðings sakbornings, að enginn þeirra,
Sem fjallað haíi um málið í læknaróði, sé sérfræðingur i kvensjúk-
dómum, telur deildin ástæðu til að taka fram, að einn deildarmanna,
Hunnar J. Cortes læknir, sérfræðingur í handlækningum, var kvaddur
U1 þess að taka sæti í réttarmáladeild vegna reynslu sinnar í slíkum
tilfellum, en hann var 2. og 1. aðstoðarlæknir á handlæknisdeild
Landsspítalans í fimm ár, þar sem hann hafði fleiri tækifæri og meiri
skilyrði til að sjá og fylgjast með fósturlátum en sérfræðingar í kven-
sJukdómum hafa, sem ekki vinna í sjúkrahúsum.