Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 240
238
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 18. marz, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 23. marz.
Málsúrslit. Sjá 3. mál.
3/1950.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með liréfi, dags. 14. apríl 1950,
óskað í sjötta sinn eftir umsögn læknaráðs varðandi réttarrannsókn
nm „meinta óleyfilega eyðingu fósturs", en urn mál þetta hafði lækna-
ráð áður Játið dómaranum í té uinsagnir sínar með nrsknrðum, dags.
23. júní, 5. ágúst, 14. okt. og 29. des. 1949 og 18. marz 1950.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að því við bættu, að
landlæknir hafði, eftir að dómsmálaráðuneytið hafði sent honum
réttargerðir málsins til athugunar og umsagnar, vakið atbygli á því,
að einu atriði, er hann taldi geta skipt verulegu máli, hefði ekki
verið nægilegur gaumur gefinn. Um þetta farast honum svo orð í
bréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 21. marz 1950 (réttarskjal 50):
„Á ég þar við vitnisburð yfirlæknis handlæknisdeildar Landsspítal-
ans á réttarskjali 3, þar sem hann skýrir frá því, að kona sú, sem í
hlut á, hafi fengið sótthita, kvöldið eftir að hún var lögð inn á spítal-
ann, og enn fremur, að athugun Rannsóknarstofu Háskólans hafi
leitt í ljós, að egghlutar, sem gengu niður af konunni, hafi verið
sýktir (inficeraðir). Tel ég ástæðu til, að rannsóknardómarinn afli
nánari upplýsinga um þessa sóttveiki konunnar 1) hve hár sótthitinn
var, 2) hversu lengi hann stóð, 3) hvernig hann hagaði sér, 4) enn
fremur hver lyf voru notuð og hvernig og loks 5) hver orsök var talin
til sótthitans. Að þessum upplýsingum fengnum, virðist mér, að rann-
sóknardómarinn ætti að leita fræðilegs álits um það, hverju ljósi
þetta ástand konunnar og fósturs hennar kann að varpa á það, sem a
undan hefur farið.“
í framhaldi af þessu bréfi hafði landlæknir ritað sakadómara 24.
marz (réttarskjal 54) og bent honum á nokkur viðbótaratriði, sem enn
kynni að vera vant læknisfræðilegra leiðbeininga um, sbr. spurn-
ingar sakadómara hér á eftir með skírskotun til nefnds bréfs.
Enn hefur það gerzt í málinu, að yfirlæknir handlæknisdeildar
Landsspítalans, Guðmundur próf. Thoroddsen, hefur komið fyi'ir rétt
og lagt fram sótthitablað G. Ó-dóttur frá veru hennar á Landsspítal-
anum 26.—30. apríl 1949 (réttarskjal 53). Taldi hann, að með hita-
blaði þessu væri svarað fyrstu fjóruin spurningum landlæknis í íyrl
greindu bréfi, dags. 21. marz (réttarskjal 50). Um fimmtu spurn-
ingu, orsök til sótthitans, komst hann svo að orði: „Ekki er hægt a
segja með vissu um orsök sótthitans, en talið var sennilegt, að hann
stafaði frá bólgu í getnaðarfærunum, og því var strax byrjað a
penicillini, án þess að rannsaka getnaðarfærin nánar, sem ekki þot i
ástæða til, enda ekki að öllu talið hættulaust.“