Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 242
240
Hinum spurningum sakadóinara svarar deildin á þessa leið:
Ad 1) Nei.
Ad 2) Já.
Ad 3) Já. Útvíkkun á leghálsi væri ekki nauðsvnleg.
Ad 4) Nei.
Ad 5) Að öllum líkindum.
Réttarmáladeild telur samkvæmt framan sögðu, að við framhalds-
rannsókn málsins hafi ekkert lcomið fram, er haggi fyrri álitsgerðum
læknaráðs.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 18. april, staðfest af forscta sem
ályktun læknaráðs 22. apríl.
Mdlsúrslit: Ákærði J. S-son var í aukarétti Reykjavikur 18. júlí 1950 dæmdur til
að sæta fangelsi í 8 mánuði og ákærða G. Ó-dóttir í 3 mánuði, hún þó skilorðs-
bundið. Jafnframt var J. S-son sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra
starfa og til annarra almennra kosninga og enn fremur lækningaleyfi í 5 ár.
4/1950.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 21. apríl 1950,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur 19.
apríl, óskað umsagnar læknaráðs í málinu: Á. Ó-son gegn G. K-son
& Co. h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 30. sept. 1947, kl. 4.10 síðdegis, varð Á. Ó-son verkamaður, f.
1. sept. 1907, til heimilis á F-vegi 55 í Reykjavík, fyrir slysi við lestar-
vinnu á flutningaskipi á vegum stefnds, með þeim hætti, að hann
varð undir fiskpökkum, sem verið var að láta síga ofan í lestina.
Var hann samstundis fluttur á Landsspítalann og lá þar í viku. Telur
kandídat sá, er skoðaði stefnanda, í vottorði, dags. 9. okt. 1947, sjúk-
dómseinkennin vera „stirðleika verki og sársauka við hreyfingu í vinstri
öxl og handlegg og vinstri ganglim“ og sjúkdóminn „contusio
extremitatis et regionis deltoideae sinistrae“. Hefur stefnand.i síðan,
að eigin sögn, verið ófær til erfiðisvinnu vegna þrauta í baki, og er það
staðfest af læknum þeim, sem hann hafa stundað. Frá 9. okt. til 20.
nóv. 1947 gekk stefnandi að staðaldri til nuddlæknis og síðan við og
við til 15. apríl 1948 (diathermi, Ijós, massage og projecteur), sbr.
vottorð, dags. 30. okt. og 12. nóv. 1947 („Aægna verkja í vinstri hné-
lið og vinstri handlegg við hreyfingar"), vottorð, dags. 21. nóv. 1947
(„vegna stirðleika og sársauka í hnénu“), vottorð, dags. 10. jan.
1948 („vegna sársauka í liðum við hreyfingu og áreynslu“), vottorð,
dags. 13. febr. 1948 („vegna verkja í öxl og hnélið“), vottorð, dags.
5. marz 1948 („vegna verkja í vinstra herðablaði og umhverfi“), vott-
orð, dags. 6. apríl 1948 („vegna verkja í baki og fæti“), vottorð, dags.
15. apríl 1948 („Á. hefir reynt að vinna lítils háttar, en orðið að
hætta, mest vegna veilu í bakinu og vinstra hné. Öxlin virðist hins
vegar vera búin að ná sér.“), vottorð, dags. 26. apríl 1948 („vegna
verkja í hnénu og baki“), og vottorð, dags. 14. nóv. 1949 („Á. hetir
ekki þolað að fást við erfiðisvinnu síðan [þ. e. eftir slysið] og alltaf