Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 243
241
kastazt í rúmið vegna bakverkja, hafi hann reynt það.“) Frá 7.—16.
apríl 1948 og aftur í okt.—nóv. 1948 var stefnandi til lækninga hjá
sérfræðingi í bæklunarsjúkdómum vegna verkja í baki. Farast sér-
fræðingnum svo orð um sjúkdóm stefnanda í vottorði, dags. 12. nóv.
1948, sbr. í aðalatriðum samhljóða vottorð, dags. 16. marz 1949:
„Er ég skoðaði hann þ. 6. f. m., þá lá hann rúmfastur og gat sig
sama og ekkert hreyft vegna þrauta í mjóbakinu. Við minnstu Lreyf-
ingu fékk liann mjög sáran verk neðst í mjóbakið og einnig við hósta
eða hnerra. Við skoðunina gat hann þó með mestu erfiðismunum
mjakað sér fram úr rúminu og staðið upp. Kom þá í ljós, að hrygg-
urinn var allskakkur: með áberandi „ischiasscoliosis“, Laségue + við
60 gr. beggja megin, engar reflex- eða sensibilitetstruflanir.
Vegna þrautanna varð hann að liggja 14 daga i rúminu, en hefir
síðan verið á fótum með gibsbol. Síðustu 4 daga hefir hann getað verið
gibslaus. í hvíld er hann nú orðinn að mestu þrautalaus, en finnur
til verkjar við hreyfingar.
Verkjakast það, er Á. fékk síðast liðinn vetur, var sams konar og
þetta, en þó ekki eins slæmt. Hann var þá frá vinnu í mánaðartima.
Hann telur, að þessi óþægindi hafi upprunalega byrjað við slys, er
hann varð fyrir þann 29. eða 30. september 1947.
Ástæðan fyrir þessum verkjaköstum mun vera bilun á brjóskþófa
milli hryggjarliða neðst í injóbaki. [Röntgenmynd virðist ekki hafa
legið fyrir]. Slík bilun er álitin geta stafað af miklum áverka, og er
því ekki ólíklegt, að áður umrætt slys geti verið orsök núverandi
oþæginda. Líklegt er, að slík verkjaköst, sem að framan er lýst, endur-
taki sig með skemmra eða lengra millibili framvegis. Ef svo reynist,
er líklegt, að það þurfi að grípa til skurðaðgerðar til þess að reyna að
hæta úr þessu.“
í vottorði, dags. 19. okt. 1949, lýsir sérfræðingurinn heilsufari
slefnanda á þessa leið eftir skoðun sama dag:
j.Nokkurs stirðleika gætir i mjóbaki. Við beygingu fram á við nær
hann með fingrunum um 20 cm. frá gólfi. Beyging aftur á við er sama
eg engin. Engin hliðarskekkja er nú á hryggnum. Laségue er -)- við
'0 gr. beggja megin. Grófur kraftur er eðlilegur í ganglimum. Reflexar
eðlilegir.“
J bréfi, dags. 21. marz 1949, fellst tryggingaryfirlæknir á þessa
sjukdómsgreiningu sérfræðingsins og telur örorku stefnanda frá slys-
begi hæfilega metna 60—65%. í bréfi, dags. 4. jan. 1950, farast trygg-
’agaryfirlækni svo orð um heilsufar stefnanda:
jjÁ. kvartar mjög mikið um verki í bakinu og kveðst ekki þola
ncma erfiðisvinnu vegna þeirra. Kvartanir hans virðast mér þó engan
Veginn svara til þess, er finnst við skoðun, en það, sem við hana finnst,
'erð ég að telja næsta smávægilegt, og á röntgenmyndum sést ekkert
oeðlilegt, sem virðist geta skipt máli i þessu sambandi. Það skal þó
ekið fram, að ég dreg það ekki i efa, að Á. hafi þessa verki, sem
lann kvartar um.
1 greinargerðinni fyrir örorkumati mínu frá 21. marz 1949 tók ég
Petta fram:
j>Hvað viðvíkur örorkumati, þá er útilokað, að hægt sé að fram-
31