Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 244
242
kvæma á honum varanlegt örorkumat eins og stendur, til þess er sjúk-
dómsmyndin allt of óljós og horfur um meiri eða minni bata tals-
vert miklar.“
Nokkur ástæða er til þess að ætla, að Á. hafi fengið nokkurn bata
á s. 1. sumri; þó er erfitt að segja um það með vissu, þar sem ætla má,
að enginn læknir hafi fylgzt með heilsufari hans þann tima.“
Færist tryggingaryfirlæknir jafnframt undan „að svo stöddu“ „að
meta varanlega örorku“ stefnanda og telur sig til þess vanta „svo að
segja öll gögn“.
Hinn 26. jan. 1950 leitar stefnandi af nýju til fyrr nefnds nudd-
læknis. Samkvæmt vottorði lians, dags. 27. marz 1950, lá stefnandi „þá
vegna verkja í baki og hægri mjöðm; taldi hann sig hafa orðið fyrir
„lengju“ þá nýlega, en engir áverkar voru finnanlegir. Röntgenmynd
af hryggnum sýndi ekkert óeðlilegt.“ Umsögn röntgendeildar Lands-
spítalans um myndina, dags. 10. nóv. 1949, er á þessa leið: „Regio:
Columna lumbo-sacralis. Mjög væg' sinistro-convexscoliosis í neðri
hluta columna lumbalis. Annars ekkert athugavert að sjá þar eða í
sacrum.“
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar ráðsins um eftir farandi atriði:
„1. Hvort Á. Ó-son hafi hlotið örorku af slysi þvi, er hann varð
fyrir 30. september 1947.
2. Verði svo talið, óskast metin þessi örorka hans frá slysdegi, þar
með talin framtíðarörorka hans, ef til kemur.“
Álijktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad 1) Bakveiki sú, sem Á. Ó-son er talinn hafa þjáðst af, gerir
oft vart við sig, án þess að vitað sé um undangenginn áverka. Hins
vegar er hugsanlegt og jafnvel sennilegt, að orsakasamband geti verið
á milli umrædds slyss og bakveikinnar.
Ad 2) Fallizt er á örorkumat tryggingaryfirlæknis í vottorði hans,
dags. 21. marz 1949. Síðan cru engin gögn fyrir hendi, er lögð verði
til grundvallar örorkumati.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. G. maí, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 11. maí.
Málsúrslit: Mcð dómi i bæjarþingi Reykjavíkur 31. okt. 1950 voru stefnanda
dæmdar bætur, kr. 13 000.00, ásamt 6% Arsvöxtum frá 30. sept. 1947 til greiðslu-
dags.
5/1950.
Sakadómarinn í Rcykjavik hefur með bréfi, dags. 28. april 1950,
óskað af nýju umsagnar lælcnaráðs varðandi réttarrannsókn um
íkveikjur G. M-sonar verzlunarmanns, en um mál jietta hafði lækna-
ráð áður látið dómaranum i té umsögn sína með úrskurði, dags. 2J-
okt. 1949.
Málsatvik eru þau,
er greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurði, að því við bættu, að síðan
hefur fallið dómur í málinu, kveðinn upp í aukarétti Reykjavíkur 7.