Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 246
244
Sækjandi málsins fyrir hæstarétti hefur með bréfi, dags. 5. apríl
1950, beint eftir farandi spurninguin til yfirlæknisins:
„1. Byggir yfirlæknirinn álitsgjörð sína á því, að ákærður hafi haft
vilja á að skýra við réttarhöldin rétt frá (sinceritas) athöfnum sínum
við íkveikjurnar og næst á undan þeim og eftir?
2. Ef svo er, mundu niðurstöður yfirlæknisins verða aðrar, ef sönn-
ur verða að því leiddar, að ákærður hafi um þessi efni skýrt rangt frá
i veigamiklum atriðum?
3. Er óminni það, sem ákærður telur sig hafa verið haldinn venjuleg
og eðlileg og undantekningarlaus afleiðing hins líkamlega sjúkleika
hans, eða eru aðrar líkur fyrir því, að það sé raunverulegt og ekki
uppgert?
I sambandi við þetta er þess beiðzt, að yfirlækninum verði gjörð
kunnug svör ákærðs og framkoma við yfirheyrslur rannsóknarlögregl-
unnar út úr stroki hans úr fangahúsinu.“
Þessum spurningum sækjanda svarar yfirlæknirinn á þessa leið
með bréfi, dags. 12. april 1950:
„1) „Byggir yfirlæknirinn álitsgerð sína á því, að ákærður hafi haft
vilja á að skýra við réttarhöldin rétt frá (sinceritas) athöfnum sínum
við íkveikjurnar og næst á undan þeirn og eftir?“ — Nei.
2) ----—
3) „Er óminni það, sem ákærður telur sig hafa verið haldinn, venju-
leg og eðlileg og undantekningarlaus afleiðing hins líkamlega sjúkleika
hans, eða eru aðrar líkur fyrir þvi, að það sé raunverulegt og ekki
uppgert?"
. .. venjuleg? Nei, en þó, að því er ég bezt veit, alltíð.
. .. eðlileg? Já, við jafnsvæsinn sjúkdóm og hér virðist hafa
verið um að ræða.
. .. undantekningarlaus? Nei. Um svo að segja engan sjúkdóm verð-
ur staðhæft, að hann gefi undantekningarlaust
ákveðin einkenni.
... aðrar líkur: Já — anamnestiskar upplýsingar um manninn
benda til þess, að slíkra einkenna megi frekar vænta
hjá honum en inörgum öðrum, er hann fær heila-
bólgu og' verður fyrir áfengiseitrun.
Um 3 samsvarandi atriði er að ræða, eins og ég hefi bent á:
1) sefasýkisupplag,
2) bráða heilabólgu,
3) áfengiseitrun,
m. ö. o. „misþroskaður“ heili verður fyrir bráðri bólgu, sem eðlilega
veldur meiri röskun í honum en hún ef til vill mvndi gera hjá öðrum-
Ofan á þetta veiklaða Iiffæri bætast deyfandi áhrif áfengis, sem þ'1
einnig myndi verða að reikna með, að yrðu meiri hjá manninum en
mörgum öðrum.
Öll 3 ofan greind atriði er alkunna að geti hvert uin sig valdi
óminni, hvað þá heldur þegar þau eru samfara, en auðvitað dettur
engum lækni þar fyrir í hug, að allt „minnisleysi" hjá svona sjúklingi
þurfi að vera algert óminni („amnesia“).“