Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 247
245
Málið er að þessu sinni lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er
a) svars læknaráðs við eftir greindum spurningum verjanda G. M,-
sonar fyrir hæstarétti (í bréfi, dags. 3. apríl 1950):
»1. Telur læknaráð eigi hafa verið sannað, að G. M-son hafi verið
haldinn akút heilabólgu?
2. Telur læknaráð það eigi sannað með vottorðum dr. med. Helga
Tómasonar og augnlæknis . .., að sjúkdómseinkennin séu horfin?
3. Telur læknaráð sjúkdóminn eigi batnaðan, er sjúkdómseinkenni
þau, er sjúkdómsgreiningin var byggð á, eru horfin?
4. Er læknaráð sammála ályktun herra augnlæknis ... í skýrslu
hans?“
b) umsagnar læknaráðs um svör yfirlæknis geðveikrahælis rikis-
ins, dr. Helga Tómassonar, við spurningum sækjandans í málinu,
sbr. hér að framan.
c) svars læknaráðs við svohljóðandi spurningu sækjanda (í fyrr
nefndu bréfi, dags. 5. apríl 1950):
„Ef læknaráð telur sjúkdómseinkenni ákærðs horfin og sjúkdóm-
inn batnaðan, getur það þá látið uppi álit um það, hvort ákærðum sé
allt að einu hætt við þvi, að yfir hann falli „íkveikjuástríða" (orðalag
ákærðs sjálfs, ágrip bls. 82)?“
Álijktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad a 1) Rétíarmáladeild telur sannað, að G. M-son hafi fengið
akút heilabólgu (encephalitis).
Ad a 2) Réttarmáladeild telur þau sjúkdómseinkenni, sem áður
höfðu fundizt, horfin.
Ad a 3) Réttarmáladeild telur, að heilabólgan sé bötnuð, en ekki
hggur neitt fyrir um það, svo að dæmt verði eftir, hvort varanlegar
heilaskemmdir hafi hlotizt af sjúkdóminum.
Ad a 4) Réttarmáladeild er sammála ályktun . .. augnlæknis í
skýrslu hans, dags. 8. marz 1950.
Ad b) Réttarmáladeild getur fallizt á svör yfirlæknis geðveikra-
hælis ríkisins, dr. Helga Tómassonar, við spurningum sækjandans.
Ad c) Réttarmáladeild telur, að miklu minni liætta sé á, að
ikveikjuæði geri á ný vart við sig, ef öll sjúkdómseinkenni eru horfin,
einkum ef sakborningur forðast að neyta áfengis, en samkvæmt máls-
skjölunum virðist sakborningur ávallt hafa verið undir áhrifum
afengis, er hann framdi íkveilcjurnar.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék sem áður einn deildar-
niaður sæti, yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, dr. Helgi Tómasson,
sanikvæmt 5. gr. laga um læknaráð, með því að hann hafði áður
e,kið afstöðu til málsins. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um starfs-
nattu læknaráðs tók sæti hans í deildinni yfirlæknir lyflæknisdeildar
nandsspítalans, dr. Jóhann Sæmundsson. Til ráðuneytis deildinni við
^neðferð málsins kvaddi deildin sér til aðstoðar sérfræðing í tauga-
°S geðsjúkdómum, Kristján lækni Þorvarðsson.