Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 248
246
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 18. maí, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 22. maí.
Málsúrslit. Sjá 6. m&l.
6/1950.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 25. mai 1950,
óskað í þriðja sinn umsagnar læknaráðs í málinu: Ákæruvaldið gegn
G. M-syni, en um mál þetta hafði læknaráð áður látið dómaranum í
té umsagnir sínar ineð úrskurðum, dags. 29. okt. 1949 og 22. maí 1950.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að því við bættu,
að síðan hefur yfirlæknir geðveikrahælis rikisins, dr. Helgi Tómas-
son, samkvæmt ósk sakadómara að undirlagi verjanda, framkvæmt
neurologiska rannsókn á sakborningi, sem hann gerir grein fyrir á
þessa leið í vottorði, dags. 24. maí 1950:
„Hraustlegt útlit, svarandi til aldurs, ríflega meðalhold, nokkuð
fölleitur, en ekki áberandi anæmiskur. Enginn parkinsonsvipur,
assymmetriur eða myocloniæ. Heildarhabitus eðlilegur.
Nn. craniales: I: Lyktnæmi eðlilegt.
II: Sjón og sjónsvið virðist eðlilegt.
III, IV, VI: Rima oval', ekki ptosis, enophthalmus né exoph-
thalmus, ekki strabismus. Pupillæ meðalstórar, reagera eðlilega við
ljósi og accomodation. Enginn nystaginus.
V: Engar lamanir. Ekki Chvosteks einkenni.
VII: Sensibilitas eðlileg, einnig masseteres.
VIII: Heyrn eðlileg. Enginn svimi eða nystagmus.
IX: Gómbogar og pharynx eðlileg.
X-XII: Tunga rekin beint fram eðlileg útlits.
Sensibilitas í munni eðlileg. Trapezius-funktion normal. Púls 68,
oculo-cardialreflex plús 4.
Háls: Glandula thyroidea nokkuð stór, greinilega palpabel.
Vöðvar og sensibilitas eðlilegt.
Thorax: St. pulm. eðlileg.
— cordis:Mörk, hljóð, aktion eðlileg.
Blóðþrýstingur 135/85 X 68, reglulegur.
Abdomen: Eðlilegt að sjá og finna. Reflexar eðlilegir.
Genitalia: Normal. Cremasterreflex eðlilegur.
Extremitates: Tonus, trofik, sensibilitas, kraftar, koordination,
metri, diadochokinesis allt eðlilegt. Enginn tremor. Hvorki Babinskis
né Rombergs einkenni fyrir hendi.
Álit mitt er: Við almenna kliniska neurologiska skoðun er engin
sjúkdómseinkenni að finna hjá manninuin.“
Málið er að þessu sinn lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er svars við þessum spurningum verjanda:
„1. Er læknaráð samþykkt ályktun dr. med. Helga Tómassonar
skýrslu hans, dags. 24. mai 1950? Ef svo er þá: