Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 249
247
2. Telur læknaráð ekki vel mögulegt, að engin hætta sé framar á
því, að ákærður G. M-son hneigist aftur til íkveikjuverknaðar, þar
sem engin sjúkdómseinkenni hafa fundizt við rannsóknir?“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad 1) Réttarmáladeild hefur ekkert að athuga við álit yfirlæknis
geðveikrahælis ríkisins, dr. Helga Tómassonar, samkvæmt þeirri rann-
sókn, sem hann hefur framkvæmt.
Ad 2) Réttarmáladeild telur „vel mögulegt“, að G. M-son sé slopp-
inn við íkveikjutilhneigingu sína, þar sem sjúkdómseinkennin eru
horfin, en vill þó, eins og áður, benda á, að mögulegt er, að áfengis-
neyzlan hafi átt verulegan þátt í tilhneigingunni til verknaðarins, og
óreynt er, hvernig sakborningur muni framvegis bregðast við áfengis-
áhrifum.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 26. maí, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 30. maí.
Málsúrslit: Með dómi hæstaréttar 9. júní 1950 var ákæröi dæmdur til að sæta
óryggisgæzlu, svo og sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og
annarra almennra kosninga og ævilangt rétti til að stýra bifreið.
7/1950.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 30. júní 1950,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs á málinu: E. H-son gegn S. S-dóttur o. fl.
Málsatvilc eru þessi:
Hinn 28. marz 1946, kl. 5 síðdegis, varð E. H-son, verkamaður, f.
13. des. 1928, til heimilis í bragga nr. 35 á S-holti í Reykjavík, fyrir
slysi á Mosfellssveitarvegi með þeim hætti, að vörubifreið „í um-
yaðum“ stefndrar rakst á bifreið þá, er hann var í, með þeim afleið-
lngum, að bifreiðin valt út af veginum. Var stefnandi samdægurs
Huttur í handlæknisdeild Landsspítalans og þar gert að meiðslum
hans. Vottar aðstoðarlæknir handlæknisdeildar ... 11. nóv. 1946 á
þessa leið:
..Rannsókn leiddi í ljós, að sjúklingurinn var lærbrotinn vinstra
Weginn ca. 13 cm ofan við hnéliðinn. Enn fremur kom í ljós brot
a neðri enda vinstra upphandleggs. Búið var um handleggsbrotið í
gibsumbúðum og sýndi röntgenkontrol góðan situs. Hins vegar tókst
ekki að koma lærbeininu í góðar stillingar óblóðugt og var því þann
30.III. ’46 gerð spenging á vinstra lærlegg. Sjúklingurinn útskrifaðist
b- 18.VI. ’46, og var brotið þá talið fullgróið, enda hafði sjúklingur-
lnn þá verið á fótum um hríð óþægindalaust.
b. 3. ág. ’46 var hann lagður inn á ný vegna þess, að lærleggurinn
bafði bognað talsvert í brotstaðnuin og skrúfur losnað frá beini.
; ar þá spöngin tekin og brotið rétt á ný. Lagður í gibsumbúðir.
^júklingurinn var útskrifaður af spítalanum þ. 22. október og virtist
þá vel gróinn bæði kliniskt og röntgenologiskt.