Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 250
248
Hann er enn stirður í hnéliði og gengur til nuddlæknis. Handlegg-
urinn er alveg eðlilegur.
Sjúklingurinn er enn alveg óvinnufær."
Hinn 11. febr. 1947 er stefnandi enn lagður inn á handlæknisdeild
Landsspítalans. Samkvæmt vottorði aðstoðarlæknis deildarinnar . ..
dags. 25. apríl 1947, lcvaðst stefnandi „hafa verið á gangi, en dottið
vegna hálku, og fann liann þá strax til verkja í vinstra læri, þar sem
hann hafði brotnað 28.3.46. Eftir fallið var lærið með annarlegri
lögun og sjúklingurinn gat hvorki gengið né staðið.
Skoðun leiddi í ljós, að gamli brotstaðurinn í lærinu hafði brotnað
upp aftur.
... það var gert að brotinu með skurðaðgerð þ. 20.2. ’47.“
Samkvæmt vottorði sama læknis, dags. 16. nóv. 1947, var stefn-
andi brautskráður af spítalanum 10. júlí 1947. í því vottorði segir
enn fremur:
„Kvartanir sjúklingsins: Hann kveður sig vera að öllu leyti hraust-
an, nema hann þreytist í vinstra fæti, fljótar en í þeim hægri, sérstak-
lega ef hann stendur mikið. Engir verkir í fætinum. Vinstra hné
getur hann ekki beygt eins mikið og hægra, en þetta háir honum eklci
mikið við gang. Hann er ekki byrjaður að vinna ennþá, en mundi
þó vera vinnufær vegna slyssins, a. m. k. við flesta algenga vinnu.
Objectiv skoðun: Hraustlegur ungur maður í meðalholdum. Útlit
svarar til aldurs.
Við g'ang sést, að sjúklingurinn stingur ofurlítið við á vinstra fæti
og' gengur dálítið útskeifur með vinstra fót. Vinstri ganglimur: Litur
og hiti húðar eðiilegur. Á vinstra læri utanverðu sést 19 cm langt
ör eftir uppskurð. Það byrjar rétt ofan við hnéð og gengur upp eftir.
A vinstra fótleg'g innanverðum sést 15 cm langt bogadregið ör eftir
uppskurð. Örið byrjar rétt fyrir neðan hnéð og gengur niður eftir.
Bæði eru örin eðlileg útlits, vel gróin og ekki aum viðkomu.
Töluverð vöðvarýrnun sést á vinstra ganglim. Ummál læris, 16 cm
ofan við hnéskel, er 6 cm minna en hægra læris, en ummál vinstri
kálfa er 1 cm minna en hægri.
Vinstri mjaðmarliður: Engin eymsli. Hreyfingar fram á við, aftur
á við, út að og inn að og snúningshreyfingar (rotation) eru eðlilegar.
Vinstra liné: Engin bólga eða eymsli. Liðvökvi eðlilega mikill-
Hreyfingar í vinstra hné: 175/135 gráður (þ. e. a. s. hnéð vantar 5
gráður til þess að geta rétzt alveg, og getur ekki beygzt nema 40
gráður. — Hægra hné hreyfist eðlilega: 180/30 gráður).
Vinstri ökli: Engin bólga eða eymsli. Fóturinn stendur nokkuð
mikið út á við um öklann (í valgus), en annars er hrevfing um öklann
eðlileg.
Vinstri fótur: Engin bólga eða eymsli. Dálítið ilsig er á fætinum,
en hann er alveg mjúkur.“
Á grundvelli framan greindra læknisvottorða ályktar starfandi
læknir í Reykjavík ... á þessa leið hinn 10. maí 1948:
„Áverki sá, er slasaði hefir hlotið, hefir verið mikill. Einkum
hefir lærbeinið verið illa brotið, þar sem þörf var á að skera inn
á brotið til spengingar á leggnum. Á myndum, sem teknar voru rétt