Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 251
249
við burtför slasaða í fyrsta sinn af Landsspítalanum, sjást beinendar
fara vel saman, og beinspöng, er tekin hefir verið úr sperrileggnum,
situr vel negld yfir brotstaðnum. Samhliða þessu sést mikil bein-
myndun (callus) umhverfis brotið. Það kemur því óneitanlega óvænt,
að umbúnaður þessi — gjörður bæði af mönnum og lífsmætti líkam-
ans — skuli bila tveim mánuðum síðar, án þess að getið sé um nokkrar
sérstakar ástæður, fall eða annað því um líkt. — Siðasta brotið gæti
þó ef til vill skýrt, að beinmyndunarhæfni hafi ekki verið eins góð
og útlit benti til, þar sem leggurinn brotnar þá, rúml. 6 mán. síðar
en miðbrotið varð, en vel að merkja við fall.
Örorka, sem orsakast hefir af öllum þessum brotum, verður að
teljast hæfilega metin sem hér segir:
Fyrir tímabilið 28/3 46 til 18/6 46 ......... 100 % örorka.
18/6 46 — 18/7 46 ........ 75— —
— — 18/7 46 — 3/8 46 .............. 50— —
— — 3/8 46 — 22/10 46 ............ 100 — —
— — 22/10 46 — 22/11 46 ........... 75— —
— 22/11 46 — 22/12 46 ........... 50— —
— — 22/12 46 — 11/2 47 ............. 35— —
— — 11/2 47 — 10/7 47 ............ 100— —
— 10/7 47 — 10/8 47 ............. 75— —
— — 10/8 47 — 10/9 47 ............. 50— —
— — 10/9 47 — 10/10 47 ............. 35— —
— — 10/10 47 — 16/11 47 ............. 30— —
Þótt hreyfingin í hnéliðnum hafi ekki verið meiri þann 16/11 ’47
en 40° beygjanleiki, verður að álíta, að miklar framfarir hafi orðið síð-
an og enda áframhaldandi. Það er því ekki sennilegt, að um nokkra
varanlega örorku verði að ræða. Hins vegar má gera ráð fyrir, að þreyta
sæki óeðlilega fljótt á gangliininn og að nokkurs stirðleika gæti í hné-
liðnum um allt að tveg'gja ára bil ennþá. Það má þvi telja hæfilega
metið að áætla slasaða Í5—20% örorku þann tíma.“
Hinn 19. jan. 1950, eftir skoðun 13. s. m., ritar sami læknir svo
hl.jóðandi:
..Þann 13. jan. 1950 kom til skoðunar í lækningastofu mína hr. E.
H-son, til heimilis Bragga 35, S-holti. Hann er fæddur 13.12. 1928.
Hann varð fyrir bílslysi þann 28. marz 1946. Sbr. vottorð mitt, dags.
10' maí 1948. Hefi ég yfirfarið vottorð lækna ]jeii-ra, er um mann þenna
hafa séð í veikindum þeim, er af slysinu leiddu, og hefi ég' eftir þeim
metið sennilegt örorkutap. Ég vísa til slyssögu mannsins í þeim vott-
0rðum og sé ekki ástæðu til að endurtaka hana hér. — Samkvæmt
tyrr nefndu vottorði mínu nær örorkumatsgerðin til 16/11 ’47. Hann
segist hafa unnið smávægilega að málningastörfum hjá föður sínum.
* sept. 1949 réðst hann í vinnu á Keflavíkurflugvöll og hefir unnið
þar síðan. Hann segist þreytast mjög í vinstra ganglim við langvarandi
stöður og göngur. Að öðru leyti hefir heilsufar verið sæmilegt.
Skoðun: Hressilegur piltur í útliti. Við höfuð og bol var eklcert sér-
stakt athugavert. Blóðþrýstingur mældist 120/70, en létt systolisk
óhljóð yfir hjartanu að heyra.
32