Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 252
250
Vinstri handleggur: Engin rýrnun er mælanleg á vöðvunum. Beygja
í olnbogalið er hindrunarlaus, en við réttingu skortir nál. 50° á, að
hún sé fullkomin. Hverfing lit á við er ekki alveg fullkomin, en inn á
við eðlileg. Beinherzli nokkurt er ofan og utanvert við liðinn, hundið
við legghausinn á upphandleggnum utanvert. Er svo að sjá, að þessi
fyrirferðaraukning valdi hreyfingarhindrunum þeim, sem nú eru.
Grófir kraftar eru góðir og ekkert athugavert við hendina.
Vinstri ganglimurinn er greinilega dál. rýrari og mælist rýrnunin 0.5
cm á kálfavöðvum og allt að 2 cm á lærvöðvum, miðað við hægri gang-
lim. Hreyfingar i mjaðmarliðnum eru eðlilegar, sömuleiðis í öklaliðn-
um. Aftur á móti er ekki hægt að beygja i hnéliðnum í meir en 90°,
því að þá stendur á, að réttivöðvar lærsins gefi eftir, en þeir eru grónir
að beini og gefa ekki eftir nema að takinörkuðu leyti. —- Utanvert
á lærinu er 19 cm langt ör eftir skurðaðgerðina og einnig er framan-
vert á sköflungnum 15 cm bogadregið ör, en þar var tekin spöng úr
beininu til stuðnings beinbrotinu. Grófir kraftar eru g'óðir og naumast
finnanlegur munur á ganglimunum við ýmsar aflraunir. Stytting er
vart mælanleg og mun leika á 0.5—1 cm.
Ályktun: Frá því er fyrr nefnt vottorð mitt var gefið er að sjá, að
slasaða hafi farið fram á eðlilegan hátt, og ekkert liggur nú fyrir um,
að nokkuð nýtt hafi komið til skjalanna, er væri eðlilegum bata til
hindrunar. Samkvæmt því vottorði er slasaði talinn þann 16/11 ’47 vera
30% öryrki, en síðan er honurn áætluð örorka 15—20% um 2 ára skeið.
Eftir að hafa skoðað slasaða nú verð ég að telja, að 25% örorka frá
16/11 ’47 til 16/11 ’49 hefði verið nær lagi, með tilliti til þess, að slasaði
hefir hvergi nærri verið jafngóður í handleggnum.
Með tilliti til hreyfingarhindrunar í hnéliðnum, styttingar á gang-
limnum og takmarkana á hreyfingum í vinstra olnbogalið verður að
álíta, að varanleg örorka slasaða sé hæfilega metin 15—20%. Að hve
miklu leyti örorku þessa beri að telja af völdum fyrsta slyssins, tel ég
mig ekki dómbæran á.“
Starfandi læknir i Reykjavík . . . vottar 16. júní 1950 á þessa leið:
„Ég mun hafa verið heimilislæknir foreldra E. H-sonar um 12 ára
skeið. Ég hefi aldrei stundað E. vegna teljandi sjúkdóma áður og mun
hann hafa verið heilsugóður fyrir slysið. Mér er ekki kunnugt um, að
hann hafi beinbrotnað fyrir slysið 1946.
Hann varð að sögn fyrir slysi 28. marz 1946 og var af þeim sökuni
lagður inn á spítala. Samkvæint ósk hans skoðaði ég hann í dag.
Hann kvartar um, að síðan slysið varð, eigi hann erfiðara með að
hugsa, sé seinni í hugsun en áður. Maður, sem fylgzt hefur með honum
og þekkti hann fyrir slysið, telur hann sljórri andlega, svifaseinni i
hugsun og tali. Enn fremur kvartar hann um verk í vinstri mjöðrn
við vissar hreyfingar og verk í mjóbaki við erfiðisvinnu. Þetta hái
sér við störf. Hafi hann t. d. reynt sjómennsku, en orðið að hætta við
vegna þessara óþæginda.
Við skoðunina í dag er hann nokkuð silalegur og seinn í hreyfingum.
Hann svarar eðlilega, en frekar seint. Á vinstra gangliin finnast tvö ör,
annað um 20 cm langt á utanverðu læri, rétt ofan við hnéð, hitt l^
cm langt, bogadregið, lítið eitt neðan við hnéð á innanverðum leggn-