Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 253
251
um. Á rófubeinsstað er lítið, óreglulegt ör eftir legusár. Þessi ör kveður
hann vera afleiðingar fyrr nefnds slyss. Auk þess eru 3 lítil ör á hægri
rasskinn og ör á hægri kinn, en þau eigi sér annan uppruna, að því er
hann upplýsir.
Vinstri handleg'gur réttist ekki til fulls um olnbogann og framkallar
tilraun til þess nokkurn sársauka. Kveðst hann og fá verk í olnbogann
við erfiðisstörf.
Vinstri ganglimur er ca. 1 cm styttri en sá hægri. Hreyfanleiki í
vinstri mjaðmarlið er óeðlilega lítill, að því leyti að snúningur og að
og frá færsla er takmörkuð. Við tilraun til þessara hreyfinga framkall-
ast sársauki.
Það, sem ég finn þvi og vera munu afleiðingar áður g'reinds slyss, er
þetta:
1. Þrjú ör, tvö þeirra stór-líkamslýtandi.
2. Hreyfingarhindrun í vinstri olnboga.
3. Stytting á vinstri ganglim og takmörkun á eðlilegri hreyfingu í
vinstri mjöðm.
4. Létt andleg sljóvgun sem afleiðing heilahristings."
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er svars ráðsins við eftirfarandi spurningum:
„1. Hvort sjúkleiki E. H-sonar á tímabilinu frá 28. marz 1946 til
16. nóvember 1947 og skurðaðgerð sú, sem framkvæma varð á honum
^O. febrúar 1947, sé eðlileg afleiðing af fótbroti hans þann 28. marz
1946.
2. Hvort álíta megi, að fótbrot E. H-sonar þann 11. febrúar 1947 sé
að einhverju leyti afleiðing af fótbroti hans þann 28. marz 1946.
3. Hver verði talin svi örorka, þar með talin framtíðarörorka E. H-
sonar, sem sé eðlileg afleiðing af fótbroti hans þann 28. marz 1946.
4. Hvort ætla megi, að E. H-son grói sára sinna verr eða seinna
en venjulegt sé um mann á hans aldri.
Áhjktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad 1) Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu, eins og
hún er sett fram. En telja má, að sjúldeiki E. H-sonar hafi verið með
eðlilegu móti frá því að hann brotnar hinn 26. marz 1946 þangað til
lærleggurinn fer að svigna í ágúst sama ár. Að vísu er það ekki eðli-
legt, að beinið svigni, en slíkt er ekki óalgengt um brot á l.ærlegg. Að-
gerðin í ágúst og spítalavist hans fram í október er því greinileg afleið-
Jng slyssins.
Ad 2) Hinn 11. febrúar 1947 dettur E. H-son á hálku og brotnar á
nÝ á sama stað. Röntgenmynd tekin eftir það slys benti til þess,
að brotið hafi aldrei gróið til fullnustu, og að því hafi ekki þurft neina
hltölulega lítinn áverka til að brjóta beinið á ný. Má þvi kenna upp-
runalega slysinu að verulegu leyti um þetta nýja brot.
Ad 3) Réttarmáladeild fellst á örorkumat starfandi læknis í Reykja-
yík . .., dags. 10. maí 1948 og 13. jan. 1950.