Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 254
252
Ad 4) Ekld er unnt að fullyrða neitt ura það, hvort E. H-son grói
verr sára sinna en aðrir menn á hans aldri. Truflanir þær, sem hér er
um að ræða, á sárgræðslunni, geta komið fyrir á öllum aldri, án þess
að kunnugt sé um sérstakar orsakir til þeirra.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 7. júlí, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 14. júlí.
Málsúrslit: Með dómi í bæjarþingi Reykjavíkur 28. nóv. 1950 voru stefnanda
dæmdar bætur, kr. 42 720.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 14. des. 1948 til greiðsludags.
8/1950.
Borgardómarinn i Reykjavík hefur með bréfi, dags. 29. nóv. 1950,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs af nýju í bæjarþingsmálinu O. Þ-dóttir
gegn V. J-sen o. fl., en um mál þetta hafði læknaráð áður látið dómar-
anum í té umsögn sína með úrskurði, dags. 8. nóv. 1949.
Málsatvik eru þau,
sem greinir i fyrr nefndum læknaráðsúrskurði, að því við bættu, að
siðan hafa komið fram þessi ný gögn í málinu:
1. Yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítalans, Guðmundur Thor-
oddsen prófessor, vottar á þessa leið 31. maí 1950 samltvæmt sjúkra-
dagbók deildarinnar:
„Frá því að tíðir byrjuðu um 12 ára aldur hafa þeim alltaf fylgt
miklir verkir. 1942 var gerð salpingectomia sinistra vegna bólgu. Þá
ltom í ljós, að legið var vanskapað, tvískipt. Eftir aðgerðina batnaði
henni töluvert, tíðaverkir ekki eins sárir, en þó varð hún að liggja í
rúminu 2 daga um hverjar tíðir, vegna þrauta. „Eftir áfallið í haust
versnuðu tíðaverkirnir að miklum mun.“ Hún lá á Vífilsstaðahæli eftir
heilahristinginn af slysinu og seinna lyflæknisdeild Landsspítalans, og
þar var gerð útvíkkun á báðum leghálsum, en árangurslaust.
Þann 19. maí 1946 er hún lögð hér á deildina og ákveðið að taka
legið vegna hinna miklu þrauta, og var sú aðgerð framlcvæmd 20. maí
1946 (amputatio supravaginalis uteri). Henni heilsaðist vel á eftir og
fór af spítalanum þ. 3. júní 1946.“
2. Héraðslæknirinn á Akureyri . . . vottar 5. júlí 1950:
„Hinn 4. júní 1950 skoðaði ég fyrr nefnda O., og við þá skoðun gat
ég ekki fundið nein sjúkdómseinkenni, er rekja mætti til áðurnefnds
bílslyss. Hvað við víkur vottorði mínu, dags. 25. marz 1949, vil ég taka
fram, að ég á að sjálfsögðu við, að O. mundi hafa verið orðin full-
vinnufær á miðju árinu 1948, ef hún hefði ekki verið haldin öðrum
sjúkdómum en afleiðingum fyrr nefnds bílslyss.
Málið er að þessu sinni lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar ráðsins um „hvort telja megi, að stefnandi hafi
hlotið örorku af slysinu, og ef svo væri, þá hve mikla.“