Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 66
1964
— 64
um og enn meiri hjá ýmsum öðrum stéttum. Heildarmagn fiskaflans
jókst verulega, eða um 24%. Síldarafli jókst um 40% og annar fisk-
afli um 9%. Verðlag á sjávarafurðum hækkaði mjög, en vegna óhag-
stæðari samsetningar aflans og lægra vinnslustigs jókst heildarverð-
mæti aflans jafnt og aflamagnið, eða um 24%. Eftirspurn á innan-
landsmarkaði óx, og varð framleiðsluaukning í mörgum greinum. Til-
tölulega vel áraði fyrir landbúnaðinn, og jókst framleiðslan um tæp 6%.
Umframframleiðsla landbúnaðarafurða var vaxandi vandamál. Iðn-
aðarframleiðsla fyrir innanlandsmarkað óx um 2—3%. Sumar greinar
iðnaðar áttu í erfiðleikum vegna samkeppni erlendis frá og verulega
hækkaðs innlends kostnaðar, svo sem t. d. skó- og fataiðnaður. Iðnaðar-
greinum í fjárfestingarstarfsemi og útflutningi vegnaði hins vegar
betur. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð jókst alls um 14%. Utan-
ríkisviðskipti jukust. Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 16,2%,
en útflutningur um 14,8%. Heildarinnflutningur varð meiri en heild-
arútflutningur, þannig að viðskiptajöfnuður varð óhagstæður um 344
millj. króna, einkum vegna óvenjumikils innflutnings skipa og flug-
véla. Verðmætaráðstöfun, þ. e. heildarnotkun vöru og þjónustu, var
meiri en þjóðarframleiðsla sem svaraði sömu upphæð. Þrátt fyrir
óhagstæðan viðskiptajöfnuð jókst gjaldeyrisforði bankanna um 281
millj. króna. Þessari aukningu ásamt hinum óhagstæða viðskiptaj öfn-
uði mættu auknar erlendar lántökur. Aukning meðalmannfjölda ársins
nam 1,8% frá árinu áður, og hefur því þjóðarframleiðsla á mann aukizt
um 3,5% frá árinu áður og þjóðartekjur um 6,4%. Aukning vinnuálags
varð fremur lítil, um 2,5% hjá verkamönnum, að því er bezt er vitað.
Ársmeðaltal samningsbundins kaups verkafólks og iðnaðarmanna, miðað
við fastan vinnutíma, hækkaði um 23,3% frá meðaltali ársins á undan
þrátt fyrir mun minni kauphækkanir yfir árið. Komu þar fram áhrif
kauphækkana ársins á undan. En vísitala framfærslukostnaðar hækk-
aði um 19,2%, þannig að hækkun kaupmáttar samningsbundins kaups
varð 3,4%. Kaupmáttur atvinnutekna kvæntra verka-, sjó- og iðnaðar-
manna hækkaði mun meira, eða um 6,8% frá árinu áður, og er þá
miðað við ráðstöfunartekjur, þ. e. atvinnutekjur að frádregnum skött-
um og viðbættum fjölskyldubótum, á föstu verðlagi. Einkaneyzlan, að
meðtöldum kaupum varanlegra muna, svo sem einkabifreiða, jókst að
magni um 3,1%, eða um 1,3% á mann. Samneyzlan, þ. e. stjórnsýsla,
réttargæzla, menntun og almenn heilsugæzla, sem hið opinbera lætur
í té, jókst um 5,2%. En fjármunamyndun jókst um 17,6%. Langmest
varð aukningin í fjármunamyndun atvinnuveganna 22,4%, í bygging-
um íbúðarhúsa varð hækkunin 10,6%, en í mannvirkjum og bygging-
um hins opinbera 13,4%. Byggingar hins opinbera voru mun meiri að
magni en áður, eða 32,8%. Aukning í gerð samgöngumannvirkja jókst
um 18,6%, en fjármunamyndun við gerð virkjana og veitna minnkaði
um 8,6%. Áætlað er, að bygging sjúkrahúsa og sjúkraskýla hafi numið