Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Qupperneq 130
1964
— 128 —
K. Hjúkrunar- og líknarfélög.
Rvík. Stofnað var á árinu Hjarta- og æðasj úkdómavarnafélag Reykja-
víkur og síðar landssamband slíkra félaga. Leitarstöð Krabbameins-
félags Reykjavíkur var flutt úr Heilsuverndarstöðinni í húsnæði
Krabbameinsfélaganna í Suðurgötu 22. Vernd varð að flytja úr hús-
næðinu að Stýrimannastíg 9, og í árslok hafði ekki tekizt að fá húsnæði
til framhaldsrekstrar vistheimilisins.
Að öðru leyti vísast til Heilbrigðisskýrslna fyrir árið 1963.
L. Lyf jabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
lyfjabúðum á árinu. Eftirlitsmanni til aðstoðar var ráðinn um tveggja
mánaða skeið Vilhjálmur G. Skúlason, dr. phil., lyfjafræðingur.
Fjöldi lyfjabúða. — Veiting lyfsöluleyfa.
Veitt voru 2 lyfsöluleyfi á árinu, annað til að stofnsetja nýja lyfja-
búð í Borgarnesi. Lyfsöluleyfi þessi voru veitt sem hér segir:
Borgarness Apótek. Veitt 29. febrúar 1964 Kjartani Gunnarssyni
(f. 19. apríl 1924). Kand. 1952, Kh. Umsækjendur voru 4. Rekstur
lyfjabúðarinnar hófst 5. nóvember 1964.
ísafjaröar Apótek. Veitt 10. nóvember 1964 Ásgeiri Ásgeirssyni
(f. 17. febrúar 1927). Kand. 1952, Kh. Aðrir sóttu ekki um lyfsöluleyfi
þetta. Fráfarandi lyfsali sagði lyfsöluleyfi sínu lausu 21. september
1964 frá 31. desember s. á.
Laugarness Apótek í Reykjavík, sbr. Heilbrigðisskýrslur 1961, var
opnað almenningi 10. nóvember 1964, en lyfjabúð þessi er til húsa að
Kirkjuteigi 21.
Lyfjabúðir í lok ársins voru 26 að tölu.
Starfsliö: Starfslið lyfjabúðanna fyrir utan lyfsala (24), en með
forstöðumönnum tveggja félagsrekinna lyfjabúða, var sem hér segir.
Eru tölur miðaðar við dag þann, er skoðun var gerð hverj u sinni: 17
lyfjafræðingar (cand. pharm.), 13 karlar og 4 konur, 21 lyfjafræð-
ingur með fyrra hluta próf í lyfjafræði (exam. pharm.), 5 karlar og 16
konur, 7 lyfjafræðistúdentar, 4 piltar og 3 stúlkur, og annað starfsfólk
195 talsins, 24 karlar og 171 kona, eða samtals 240 karlar og konur.
Nokkuð skortir sums staðar á, að fyrirmælum 36. gr. lyfsölulaga nr.
30 1963 um, að lyfsala til aðstoðar skuli vera a. m. k. einn lyfjafræðing-
ur, sé fullnægt.
Húsakynni, búnaður o. fl.: Teljandi breytingar urðu ekki á húsakynn-
um á árinu, ef frá er talin ein lyfjabúð, er flutti í nýkeypt húsnæði.
Húsakynni voru mjög léleg á tveim stöðum, raunar alls kostar óvið-
unandi. Búnaður var bættur töluvert í nokkrum lyfjabúðum. 1 einni