Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Qupperneq 155
— 153 —
1964
anna voru klipptar upp, fannst mikið af hvítri froðu í þeim, og vall
mikil froða út úr berkjunum, þegar þrýst var á lungun.
Kviðarhol: Enginn vökvi í peritoneum, sem var spegilslétt. f magan-
um var mikið af vatnskenndu, þunnu innihaldi, og virðist greinilegt, að
maðurinn hefur drukkið töluvert vatn. Magaslímhúðin var fellingarík
og eðlileg, bleik á litinn, ekkert sérlega blóðrík.
1 görnunum fannst slímhúðin blóðhlaupin, og úr því fór að nálgast
valvula ileocoecalis og þar fyrir ofan á um meters löngu svæði, var slím-
húðin öll dökkrauðleit og innihaldið allt blóðlitað. f efri hluta garnanna,
í jejunum, sást ekkert áberandi athugavert.
1 colon sást ekkert áberandi athugavert.
Brisið var ljósbleikt, lint og eðlilegt.
Lifrin vó 2280 g. Hún var á yfirborðinu rauðbrúnleit, slétt. Á gegn-
skurði rauðbrúnleit með góðri acinusteikningu og consistens eðlilegur.
Ekkert að sjá á gallblöðru eða gallvegum.
Miltið vó 240 g. Það er á gegnskurði dökkrauðleitt, ekkert lint.
Hægra nýra vó 200 g og vinstra nýra 200 g. Hýðið var laust á báðum
nýrum, yfirborðið slétt og nýrnavefurinn eðlilegur í báðum. Nýrun
voru ekkert sérlega blóðrík. Ekkert sérstakt athugavert við pelves eða
ureteres.
Þvagblaðran var tóm, slímhúðin bleik, en eðlileg. Prostata eðlilega
stór. Ekkert að sjá á rectum.
Hægri nýrnahetta vó 11 g og sú vinstri 10 g. Engir hnútar í nýrna-
hettunum og ekkert áberandi athugavert við þær.
Þegar kviðarholið var opnað, fannst greinilegur vottur af alkóhóllykt
upp úr líkinu.
Heilabúið opnað: Ekkert athugavert við höfuðsvörð eða höfuðbein.
Ekkert að sjá á heilabastinu. Heili var tekinn út og vó 1580 g. Ekkert
sást athugavert við heilaæðarnar á basis. Enginn conus var á litla
heilanum. Þegar heilinn var skorinn í sundur, fannst hvergi neitt
áberandi athugavert við hann.
Alkóhól í blóði: 2,4%0.
Ályktun: Við krufninguna fundust greinileg einkenni þess, að mað-
urinn hefur komið lifandi í vatnið og drukknað. Auk þess fundust blæð-
ingar í brjóstvöðvum beggja megin og einnig í hálsvöðvum, sem gæti
bent til þess, að hann hafi lent í einhverri viðureign, áður en hann dó.
Maðurinn hefur verið mjög ölvaður, er hann lézt“.
í málinu liggur fyrir dánarvottorð G. heitins J-sonar, útgefið 27.
julí 1964 af prófessor Níels Dungal, og er bein orsök dauða þar talin
submersio (drukknun), en undanfarandi orsök alcoholismus acutus
(2,4 %0 í blóði), þ. e. ölvun á háu stigi.
1 bréfi Benedikts Sigurjónssonar, þáverandi hæstaréttarlögmanns,
dags. 21. marz 1965, til Rannsóknarstofu háskólans við Barónsstíg,
eru bornar fram þessar spurningar:
20