Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Qupperneq 156
1964
— 154
“I. 1 krufningarskýrslu segir: “Alkóhól í blóði 2,4%0“-
a. Hvar var tekið blóð úr líkinu til rannsóknar?
b. Hvar var rannsókn á vínandamagni í blóði framkvæmd?
c. Var aðeins gerð ein rannsókn á blóðinu, eða voru þær fleiri ? Hafi verið
um fleiri en eina rannsókn að ræða, þyrfti að koma fram, hvað hver
einstök rannsókn sýndi.
d. Var efnainnihald í maga rannsakað?
e. Miðað við, að G. heitinn hefði drukknað kl. 21.50 hinn 24. júlí 1964
og líkið hefði legið í vatni til kl. 18.00 hinn 27. júlí s.á., er talið, að
slíkt hafi áhrif á vínandamagn í blóðinu?
II. I dánarvottorðinu er dánarorsök talin „submersio" (drukknun),
en undanfarandi orsök „alcoholismus acutus" (ölvun á háu stigi).
a. Á hverju er það byggt, að orsakasamband sé á milli drukknunar og
ölvunar?"
Spurningum þessum er svarað á þessa leið í bréfi rannsóknarstof-
unnar, dags. 6. maí 1965, undirrituðu af dr. med. Ólafi Bjarnasyni yfir-
lækni:
„Sem svar við heiðruðu bréfi yðar, dags. 21. marz 1965, viljum vér
taka fram eftirfarandi:
Varðandi spurningalið I a.: Hér mun hafa verið um hjartablóð að
ræða.
I b.: I Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensen, Háskóla íslands.
I c.: Um þetta atriði vísast til ofangreindrar rannsóknarstofu, sem
framkvæmdi rannsóknina.
I d.: Af krufningarskýrslunni verður ekki séð, að efnainnihald í maga
hafi verið rannsakað.
I e.: Um þetta atriði er talið æskilegt að fá úrskurð dómkvaddra
manna eða læknaráðs.
II a.: Þessu getur aðeins sá svarað, sem gaf út dánarvottorðið.“
Hinn 11. maí 1965 ritaði Benedikt Sigurjónsson hrl. Rannsóknarstofu
háskólans við Barónsstíg bréf á ný, þar sem svo segir m. a.:
„Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, er Rannsóknarstofa
prófessors Jóns Steffensen einkafyrirtæki og nýtur réttinda og skyldna
sem slíkt. Mér er nauðsynlegt að fá frekari upplýsingar hjá yður.
1. Hve mikið magn af blóði var tekið og sent umræddu fyrirtæki og
hvernig var það merkt, er það var sent fyrirtækinu?
2. Er í yðar vörzlum vottorð fyrirtækis þessa um rannsóknina? Ef
svo er, þá er þess óskað, að þér látið mér í té afrit af því vottorði.