Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 160

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Síða 160
1964 158 c. Ef höfð er í huga fyrrgreind ályktun prófessors Dungals, að mað- urinn hafi verið mjög ölvaður, er hann lézt, hvað er þá sennilegasta áfengismagn í blóði hans á dánardægri, ef það skyldi reynast rétt, að blóð tekið úr líki gefi aðra svörun við reducerandi efnum en blóð tekið úr lifandi manni? d. Er það réttmæt ályktun af hendi lögmanns sóknaraðila frá sjónar- miði læknisfræðinnar, ef höfð er í huga krufningarskýrsla prófess- ors Dungals, að eigi hafi verið um að ræða undanfarandi áfengis- neyzlu af hendi G. heitins, er hann drukknaði ?“ Matsgerð hinna dómkvöddu lækna er dagsett 22. marz 1966 og hljóð- ar svo: „Etýlalkóhól er redúcerandi efni, og er sá eiginleiki oft nýttur til þess að ákvarða magn þess í blóði eða þvagi. Aðferð þessi er venjulega kennd við Widmark. Geta má þó í þessu sambandi, að til er önnur og sérhæfari aðferð til ákvörðunar á etýlalkóhóli en aðferð Widmarks. Er það svokölluð alkóhóldehydrógenasaaðferð, sem oftast er nefnd ADH- aðferð. Hefur sú aðferð verulega kosti umfram aðferð Widmarks. Etýlalkóhól er rokgjarnt efni. Með aðferð Widmarks má þannig ákvarða önnur rokgjörn, reducerandi efni sem etýlalkóhól væri. Þessi efni geta því eðlilega truflað ákvarðanir á etýlalkóhóli. Slík efni geta myndazt in vivo í líkama manna með sykursýki eða fyrir eituráhrif vissra efna, t. d. metýlalkóhóls og metýlklóríðs. Metýlalkóhól sjálft getur einnig truflað ákvarðanir á etýlalkóhóli. 1 þessu sambandi má geta, að samkvæmt Stolman and Stewart (Toxicology, vol. II. p. 126, Academic Press, 1961) veldur jafnvel sykursýki á mjög háu stigi (acetonemi) hverfandi litlum truflunum á etýlalkóhólákvörðunum í blóði. Líkami manna rotnar eftir dauðann. Ýmsir gerlar valda rotnuninni. Rotnun á sér stað bæði þar, sem loft leikur um (erób rotnun), og eins þar, sem loft er ekki til staðar (anerób rotnun). Rotnun er háð ytra hitastigi. Reynslan staðfestir óvéfengjanlega, að rotnun er mjög lítil fyrstu dagana eftir andlát, ef lík eru geymd við +4°C. Hinn látni lá, að því er virðist, í mesta lagi 3 daga í vatni, sem að mestu leyti er jökulvatn. Var þetta að sumarlagi og því erfitt að áætla hitastig vatnsins. Ef að líkum lætur, sbr. meðallofthita á sumrum og hinn stutta tíma, er hinn látni lá í vatninu, hefur hann ekki verið rot- inn að marki, er blóð var tekið við krufninguna. Um þetta atriði skortir þó nánari upplýsingar. Enda þótt hinn látni hafi ekki neytt áfengra drykkja í lifanda lífi, girðir það ekki fyrir, að etýlalkóhól geti fundizt í litlu magni í líkama hans. Vafalítið má skýra þetta fyrirbæri á þann veg, að etýlalkóhól myndist í vefjunum við rotnun eftir andlát, enda virðist magnið þá standa í hlutfalli við rotnunina. Þannig myndast mjög lítið etýlalkóhól í blóði, sem geymt er í opnum glösum í kæliskáp við venjulegt hitastig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.