Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Page 94
7.5 Sjúkraflutningar
í lögum um heilbrigðisþjónustu er meðal annars kveðið svo á um að á
heilsugæslustöðvum eða í tengslum við þær skuli veitt ýmis konar þjónusta, þar á meðal
sjúkraflutningar.
í reglugerð frá 1986 segir að skipulagðir sjúkraflutningar skuli vera á vegum
heilsugæslustöðva og/eða sjúkrahúsa og að rekstur sjúkraflutninga skuli háður leyfi
heilbrigðisráðherra. Enn fremur segir að á vegum landlæknis skuli starfa
Sjúkraflutningaráð skipað þremur mönnum tilnefndum af landlækni, Rauða Krossi
Islands og Landssambandi sjúkraflutningamanna. Þar eru og nánari ákvæði um
starfsemi ráðsins.
Arið 1992 kannaði Sjúkraflutningaráð í annað skipti sjúkraflutninga á landinu,
ástand þeirra og fyrirkomulag. Áður var slík könnun gerð 1988-1989.
Frá því að síðasta könnun var framkvæmd, 1988-1989, hafa orðið ýmsar breytingar
sumstaðar á landinu en hvergi stórvægilegar. Nýjar bifreiðar hafa verið keyptar og
teknar í notkun, breytingar hafa orðið á starfsliði og húsnæði o. s. frv. Þrátt fyrir það
gefur könnunin nokkuð glögga mynd af skipulagningu og rekstri sjúkraflutninga á
Islandi og þeim flutningatækjum sem notuð eru.
Starfslið
Árið 1992 voru sjúkraflutningamenn 294 talsins en voru 308 árið 1988 og 250 árið
1982 og fækkaði því um 14 frá árinu 1988. í mörgum tilfellum voru þeir starfsmenn
R.K.Í. eða heilsugæslustöðva en þess ber þó að geta að flestir þeirra síðamefndu unnu
ekki beinlínis á heilsugæslustöðvum þótt þeir þægju þaðan laun eða beint frá
bæjarfélaginu. í þeim tilfellum sem starfsmenn heilsugæslustöðva eða sjúkrahúsa sáu
um sjúkraflutninga að einhverju að öllu leiti þá voru sjúkraflutningar ekki þeirra
aðalstarf.
Lögreglan sá um sjúkraflutninga á fimm stöðum á landinu árið 1992. Mikil og gömul
hefð er fyrir því að brunaverðir sinni sjúkraflutningum. Um það bil þriðjungur
sjúkraflutningamanna eru brunaverðir en á tiltölulega fáum stöðum. Það er í Reykjavík,
Hafnarfirði, Suðumesjum, ísafirði, Sauðárkróki og á Akureyri.
Athyglisvert er að á aðeins tíu stöðum var um algjöra sjálfboðavinnu að ræða, en
vom á tólf stöðum áður og fækkaði sjálfboðaliðum um 27 frá fyrri úttekt.
Sjálfboðaliðasveitir hafa samt enn tilhneigingu til þess að verða tiltölulega fjölmennar.
Sjúkraflutningamenn starfa hjá 51 aðila á 50 stöðum. Þeim aðilum sem sjá um
sjúkraflutninga hefur fækkað frá 1982. Á tveimur stöðum em tveir aðilar sem sjá um
sjúkraflutninga. Árið 1982 störfuðu á fímmtán stöðum lögreglumenn við sjúkraflutninga
en árið 1992 aðeins á fimm stöðum. Rauði Kross íslands hefur hins vegar aukið
áberandi hlutdeild sína frá því að vera á sex stöðum árið 1982 í það að vera á tólf
stöðum árið 1992 og heilsugæslan úr sjö stöðum 1982 í sextán 1992.
Mjög misjafnt var árið 1992 hvað réttindamenn vom margir í hverju læknishéraði
fyrir sig. Á helstu þéttbýlissvæðum höfðu nær allir starfsmenn farið á námskeið eða
öðlast réttindi vegna starfsaldurs. Frá nokkmm stöðum en fáum hafði enginn komið á
námskeið. Alls vom nftján staðir þar sem allir starfsmenn höfðu farið á
90