Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR EKKI HLUSTAÐ Á KONUR MEÐ ENDÓMETRÍÓSU Íslenskar konur með endómetríósu mæta vantrú heilbrigðisstarfs- fólks þegar þær leita sér aðstoðar og eru jafnvel vændar um að vera bara í leit að verkjalyfjum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. E nn í dag geta konur með endómetríósu átt von á því að mæta vantrú heilbrigðisstarfsfólks, vera sagt að verkir séu ímyndun eða gefið í skyn að þær séu verkjalyfjafíklar. Vantrú heil- brigðisstarfsfólks leiðir oft af sér vanmáttartilfinningu og sjálfsefa sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega heilsu og sjálfsmynd. Skilningsleysið sem kon- ur með endómetríósu mæta veldur andlegum vankvæðum, en endómetríósa er hins vegar ekki tilkomin vegna andlegra veikinda.“ Þetta kemur fram í nýju meistaraverkefni Lilju Guð- mundsdóttur í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Það sem ég finn núna er að þú vilt vera með sjúkdóm“: Áhrif endómetríósu á lífsgæði og upplifun kvenna af viðmóti heilbrigðiskerfisins. Lilja kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á málþingi sem Samtök um endómetríósu standa fyrir þann 11. mars, í mánuði um vitundarvakningu um sjúkdóminn. Viðburðinum verður streymt á Facebook- síðu samtakanna en fleiri erindi eru á dagskránni. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem markmiðið var að skoða reynslu kvenna með endómetríósu á Íslandi af áhrif sjúkdómsins á líf þeirra. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum: Hver eru áhrif endómetríósu á lífs- gæði? Hvernig upplifa kon- ur með endómetríósu viðmót heilbrigðiskerfisins? Í rann- sókninni voru tekin djúpvið- töl við tólf konur, 26 til 63 ára, rýnihópaviðtal og ein- staklingsviðtöl. Titill verkefnisins er vísun í viðmót sem ein konan, 54 ára gömul, fékk þegar hún leitaði til heimilislæknis eftir áratugi af kvölum. „Viðbrögð læknisins ná vel utan um þá sameiginlegu reynslu kvenna með endómetríósu, að þeim sé ekki trúað. Þegar Guðlaug lýsti sársaukanum sem hún hafði upplifað í áratugi sagði læknirinn: Það sem ég finn núna er að þú vilt vera með sjúkdóm,“ segir hún. Greiningartíminn ekkert styst Lilja var sjálf greind með endómetríósu árið 2017 eftir ítrekaðar læknisheimsóknir yfir níu ára tímabil fram að greiningu. Eftir að hún greindist gekk hún til liðs við Samtök um endómetríósu þar sem hún hefur sinnt ýmsum verkefnum, sótt Evrópuráð- stefnu um sjúkdóminn árið 2018 og situr í stjórn sam- takanna. Í verkefninu kemur fram að um 100 ný tilfelli endómet- ríósu greinast árlega á Íslandi með skurðaðgerð og meðal- aldur við greiningu er 34,6 ár. Greiningartími hér á landi Lilja Guð- munds- dóttir var sjálf greind með endómetrí ósu eftir að hafa gengið á milli lækna yfir níu ára tímabil. MYND/ERNIR 26. FEBRÚAR 2021 DV ALLT AÐ 10% ÞEIRRA SEM FÆÐAST MEÐ LEG ERU MEÐ ENDÓ AF ÞEIM GLÍMA NÆRRI 40% VIÐ ÓFRJÓSEMI ÞAÐ GETUR TEKIÐ MEIRA EN 6 ár AÐ FÁ GREININGU Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Mars er mánuður endómetríósu á heimsvísu og gulur er litur endómet- ríósu. Endóvikan 2021 verður haldin daga 19.-26. mars. Viðburðir verða rafrænir og munu þáverandi reglur gilda um hvort hægt sé að leyfa ákveðnum fjölda að mæta á staðinn. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni er „Er barnið þitt með endómetrí- ósu?” og er tilgangurinn að ná til foreldra og skólayfirvalda. Samtök um endómetríósu vilja því hvetja alla sem starfa með börnum; kennara, námsráðgjafa, starfsmenn félags- miðstöðva og aðra einstaklinga til þess að nýta þessa viku í fræðslu um tíðahringinn og túrverki, skreyta húsnæði sín með gulu og vekja at- hygli á endómetríósu. ER BARNIÐ ÞITT MEÐ ENDÓMETRÍÓSU? Einkenni endómetríósu geta verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Algengast er að endómetríósu fylgi mikill sársauki við blæðingar en þó geta einstaklingar með sjúkdóminn verið verkjalitlir á blæðingum, sumir finna engin einkenni. Einstaklingur með væga endómetríósu getur fundið fyrir miklum einkennum á meðan einstaklingur með víðfeðma og djúpstæða endómetríósu (e. deep infiltrating endometriosis) finnur lítil einkenni. Algeng einkenni endómetríósu: • Sársauki: Í kviðarholi, við blæð- ingar (mikill), fyrir blæðingar, við egglos. • Óeðlilegar blæðingar: langar, miklar, óreglulegar, með brúnni útferð fyrir og eftir, milliblæð- ingar. • Verkir: Við blæðingar eða egglos í mjóbaki eða niður eftir fæti, í kviðarholi milli blæðinga, við eða eftir kynlíf, tengdir þvagblöðru, tengdir ristli eða þörmum. • Í meltingarvegi: Hægðatregða, niðurgangur, uppblásinn magi, ógleði, uppköst. • Ófrjósemi og erfiðleikar við að verða barnshafandi • Síþreyta • Stundum eru einstaklingar ein- kennalausir eða einkennalitlir og greinast fyrst þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi. EINKENNI ENDÓMETRÍÓSU HEIMILD: ENDO.IS er langur og hefur ekki styst þrátt fyrir vitundarvakningu síðustu ára og bætta kviðsjár- tækni sem auðveldar kviðar- holsspeglanir. Greiningartími er álíka langur hjá þeim sem greindust á árunum 1981-2000 og á árunum 2001-2015. Lilja segir það hafa komið sér hvað mest á óvart að greiningartíminn er ekkert að styttast hér á landi, þrátt fyrir vitundarvakningu í sam- félaginu og betri skurðtækni. „Greiningartíminn hér er allt frá sjö árum og upp í þrjátíu ár,“ segir hún. Lilja segist engar skýringar geta gefið á því af hverju þessi tími stytt- ist ekki. „Það eina sem mér dettur í hug er að það sé ekki hlustað í konur í þessum að- stæðum.“ Meðalgreiningartími endó- metríósu á heimsvísu er 7,5 ár en algengara er að greining verði í tengslum við skerta frjósemi eða vegna sársauka við samfarir heldur en vegna verkja í kviðarholi. Afar misjafnt er hversu veikar konur verða eftir að hafa þjáðst lengi af sjúkdómn- um. Af þeim tólf konum sem Lilja talaði við í rannsókninni eru tvær orðnar öryrkjar og sú þriðja í endurhæfingu. „Ekki allar konur með endó- metríósu verða svona veikar en það þekkist samt. Það er erfitt að sjá þessar afleiðingar af því að þær hafi ekki fengið nægilega góða læknisþjón- ustu. Ég bara vona að þetta eigi eftir að breytast,“ segir hún. Valdaójafnvægi í læknisheimsóknum Lilja segir það sameiginlega reynslu kvenna með endómet- ríósu að þær séu metnar út frá sálfræðilegum þáttum en ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.