Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR eða undir áhrifum vímuefna,“ segir hann. „Áfengi hefur gríðarlega skemmandi áhrif. Maður verður þunglyndur af mikilli drykkju og það er slæmt fyrir sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna að missa sig í drykkjuskap.“ Á alls ekki að snerta áfengi Að afloknu læknaprófi frá Há- skóla Íslands 1975 fór hann til Svíþjóðar þar sem hann ætl- aði að vera í sex mánuði sem urðu að tæpum níu árum. „Ég menntaði mig í nokkrum sér- greinum; taugasjúkdómafræði og lyflæknisfræði og fleiru. Doktorsritgerðin mín var í lyflæknisfræði en ég fékk enga stöðu sem ég var sáttur við á Íslandi. Ég fór að vinna á heilsugæslunni í Keflavík en ákvað síðan að venda mínu kvæði í kross árið 1985 og fór að vinna hjá SÁÁ. Þetta var árið sem ég hætti að drekka en ég og áfengi áttum aldrei samleið. Ég var edrú í 12 ár og var mjög virkur í edrúsamfélaginu, skrifaði bók um alkóhólisma, vann við alkóhóllækningar og hélt fjöl- marga fyrirlestra um alkó- hólisma. Ég byrjaði síðan að drekka aftur og drakk í nokkur ár. Síðan hætti ég og hef ekki drukkið í fimmtán ár. Saman- lagt hef ég verið edrú í 27 ár en það á víst ekki að telja þannig. Jóhanna konan mín hætti líka að drekka með mér í seinna skiptið svo að þetta er sameiginleg ákvörðun og sam- eiginlegur lífsstíll sem bætir lífsgæðin mikið. Öll mín saga sýnir mér að ég á ekki að snerta alkóhól. Þegar ég fór að drekka aftur tókst mér að telja mér trú um að þetta hefði aldrei verið neitt vandamál. Ég sagði að þetta hefði allt verið einhver mis- skilningur og líklega hefði ég bara verið að drekka vitlausar tegundir af áfengi. Alkóhól- istar eru rosalega snjallir að telja sér trú um allt mögulegt til að réttlæta áframhaldandi drykkju. Ég er mjög sáttur við að vera edrú í dag og hafa komið mér út úr píslarvættis- og fórnarlambshlutverki alkó- hólistans. Þegar ég hætti árið 1985 að drekka lagði það grunninn að nýju lífi. Ég var að vinna hjá SÁÁ, nýorðinn edrú og byrj- aði að hlaupa og var allt í einu orðinn mikill hlaupari. Það var eiginleiki sem ég vissi ekki að ég ætti til og ég endaði með því að hlaupa sex maraþonhlaup.“ Enn þann dag í dag er hann stoltastur af sínu fyrsta mara- þoni. „Ógleymanlegasta stund- in í lífi mínu var þegar ég kom í mark í New York maraþoninu 1988. Mér fannst það ótrúlega merkilegt andartak. Sama hvað ég hef notað af efnum eða gert annað á lífsleiðinni þá hef ég aldrei náð þeirri alsælu sem fylgdi því að hlaupa í mark í maraþonhlaupi í fyrsta sinn.“ Fór að leiði pabba síns með fyrstu bókina Ritfærni er annar hæfileiki sem hann uppgötvaði. „Ég fór að skrifa í blöð og vissi ekki Óttar byrjaði að hlaupa maraþon eftir að hann varð edrú. Hann hjólar mikið og heldur sér í góðu líkam- legu formi. MYND/ERNIR 26. FEBRÚAR 2021 DV Ég held að ég sé búinn að greina allar helstu persónur sagnanna með misalvarlega persónuleikaröskun. heldur að ég gæti það. Þetta þróaðist yfir í að ég fór að skrifa bækur. Þessi lífsstíls- breyting sem varð nokkrum árum fyrir fertugsafmælið mitt gjörbreytti öllu fyrir mig. Ég eignaðist nýtt líf eftir árin hjá SÁÁ og ákvað eftir það að læra geðlæknisfræði. Lífið fer alltaf í hringi og ég var aftur kominn til upphafsins á geðdeildina. Ég er ævarandi þakklátur SÁÁ og sérstak- lega Þórarni Tyrfingssyni fyrir leiðsögnina til betra lífs. Við gátum reyndar ekki unnið saman en það er önnur saga.“ Fyrsta bókin hans var Ís- lenska kynlífsbókin sem kom út árið 1990 og vakti mikla at- hygli. „Það var ólýsanleg til- finning að gefa út bók í fyrsta sinn. Ég fór með fyrsta prufu- eintakið að leiði föður míns til að sýna honum bókina. Ég grét við leiðið og var stoltur af að geta sýnt honum það sem ég var að gera, þótt hann væri löngu farinn.“ Óttar var rétt liðlega tvítugur þegar faðir hans lést, en samband þeirra var gott. Nú liggja foreldrar hans saman í Fossvogskirkju- garði, og heimsækir Óttar þau oft. „Ég hjóla mikið, hjóla í vinnuna og hjóla hér í gegn um kirkjugarðinn og biðst fyrir við leiðið þeirra. Þetta er stund sem ég á með sjálfum mér og þakka fyrir lífið sem ég hef fengið. Þetta er ákveðið ritúal sem ég hef komið mér upp. Ég er mjög trúaður, enda er það hluti af því að vera óvirk- ur alkóhólisti, AA-maður og ég er þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið. Það er ekki sjálfgefið að fá þau þó maður sé vel af guði gerður, hafi ákveðna hæfi- leika og ákveðinn kraft. Það er svo margt sem getur komið upp á, Það er ekki sjálfsagt að verða edrú, ná utan um líf sitt og geta verið stoltur og frjáls. Þá fær maður þessa tilfinningu að þetta sé ekki bara ég heldur æðri máttur sem stjórnar þessu öllu, eitt- hvað stærra og meira en ég og minn vilji.“ Hann segir sumum finnast það skjóta skökku við að lifa og hrærast í samfélagi vísinda en trúa samt á eitthvað æðra. „Ég er ánægður með mína trú og ég þarf ekki að réttlæta hana,“ segir hann. Óttar ber mikla virðingu fyrir kristinni trú og hefur dálæti á ákveðnum trúar- hetjum. „Þegar ég var að skrifa um Sturlungu var ég óskaplega hrifinn af Guð- mundi Arasyni biskupi, Guð- mundi góða á Hólum, af hans mannkostum, seiglu og þeirri trúarfestu sem hann sýnir. Hann er ein af hetjunum mín- um í lífinu. Hann bilar aldrei í trúnni og hefur þessa sterku trúarsannfæringu. Guð hefur svo oft bjargað mér fyrir horn að það er góð tilfinning að allt sé í Drottins hendi. Þetta fer bara eins og það fer.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.