Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 16
16 EYJAN Á mannamáli SALA RÍKISINS Á HLUT Í ÍSLANDSBANKA Fyrir hefur legið í lengri tíma að ríkið ætli sér að draga úr eign sinni í ís- lenska bankakerfinu. Tekist hefur verið á um útfærslu á sölu hlutanna og ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir. Nú virðist niðurstaðan liggja fyrir. Í slandsbanki eins og við þekkjum hann í dag varð til með svokölluðum neyðarlögum haustið 2008. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Lands- bankinn höfðu þá fallið hver á fætur öðrum og íslenska fjár- málakerfið í heild sinni með. Á grunni Kaupþings var Arion banki reistur. Lands- bankinn hélt sínu nafni og úr ösku Glitnis reis Íslandsbanki. Utan um eignarhlut ríkisins í þessum bönkum var ári síðar stofnuð Bankasýsla ríkisins, sérstök ríkisstofnun sem hef- ur það eina hlutverk að halda utan um bankaeignir hins op- inbera. Stjórn bankasýslunnar er sjálfstæð en heyrir undir fjármálaráðuneytið. Bankasýslan fer í dag með 100% eignarhlut ríkisins í Ís- landsbanka, 98,2% eignarhlut í Landsbankanum og 49,5% hlut í Sparisjóði Austurlands. Eitt meginhlutverk Banka- sýslunnar hefur verið að tryggja að samkeppni ríki á milli banka þrátt fyrir að eig- endur tveggja af þremur stóru viðskiptabönkunum sé sami aðili. Það er gert með því að skipa ekki sömu aðila í stjórn bankanna og mynda nokkurs konar „múr“ á milli bankanna innan Bankasýslunnar. Þó hefur það legið fyrir lengi að ríkið hyggst ekki eiga Íslands- banka til frambúðar. Lengi langað en lítið gengið Raunar hefur það verið stefna ríkisstjórnarinnar síðan 2015 að losa um eignarhlut sinn í bönkunum. Í lögum um Bankasýslu ríkisins er fjár- málaráðherra veitt heimild til þess að selja hluti ríkisins í bönkunum að fengnu áliti Bankasýslunnar auk fleiri aðila og að fenginni heimild í fjárlögum. Þegar ríkisstjórnin sem nú situr var mynduð var samið um það í stjórnarsátt- málanum að draga úr eignar- hlut ríkisins í bankakerfinu. Farið var af stað í söluferli bankans seint á árinu 2019 og í febrúar 2020 sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að sölu- ferlið myndi hefjast innan nokkurra vikna. Næstu vik- urnar áttu auðvitað eftir að leiða allt annað í ljós. Fregnir um veirufaraldur frá borginni Wuhan í Kína mögnuðust og í lok febrúar greindist fyrsta COVID-19 tilfellið hér heima. Strax var ljóst í hvað stefndi hvað efnahaginn varðaði og reyndist verkefni bankasölu sjálfdautt. Hugmyndin þá var reyndar að selja meirihluta hlutafjár í Landsbankanum og allt í Íslandsbanka, en það átti eftir að breytast. COVID kom á óvart Seint á síðasta ári lagði Banka- sýslan aftur til að hluti Íslands- banka yrði seldur. Í desember féllst Bjarni fjármálaráðherra á þær tillögur og í janúar lá fyrir að farið yrði af stað með Heimir Hannesson heimir@dv.is 26. FEBRÚAR 2021 DV söluna „á vormánuðum“. Ekk- ert lát hafði orðið á kóróna- veiru faraldrinum og því ekki nema von að margir spyrðu sig hvað hefði breyst. Í minnis- blaðið Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra mátti lesa að áhrif faraldursins hefðu ekki verið jafn alvarleg og fyrst var talið og kannski bara þveröfug við fyrstu spár. Hlutabréfavísi- tölur höfðu hækkað og hluta- fjárútboð Icelandair heppnast með eindæmum vel. Umfram- eftirspurn eftir hlutabréfum í flugfélagi í alvarlegustu ferða- þjónustukreppu frá seinni heimsstyrjöld var vissulega eitthvað sem fáir hefðu getað séð fyrir. Í minnisblaðinu sagði líka að eignarhald ríkisins í fjármála- kerfinu væri með því hærra sem gerðist í heiminum. Lýsti raunar formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Óli Björn Kárason, ástandinu svona: „Það er aðeins í Rúss- landi, Norður-Kóreu, nokkr- um ríkjum Norður-Afríku og Suður-Ameríku sem fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði er jafn mikil eða meiri en hér á Íslandi.“ Grænar tölur á hlutabréfa- markaði hérna heima og vel- gengni útboðs hlutabréfa í Icelandair virðist einnig hafa orðið til þess að hætt var við að setja hlutina á markað erlendis samhliða skráningu á markað á Íslandi. Nú er stefnan aðeins sú að selja hlutina á markaði á Íslandi. Fern rök fyrir sölu Helstu rök fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins fyrir sölu á eignum í bankakerfinu virðist vera að bankarekstur sé mikill áhætturekstur, að í dag sé góður tími til þess að selja, það er, búast má við hærra verði fyrir sama hlut en áður, að bankabransinn í heild sé í svo mikilli þróun að hætt sé við að ríkisbankar verði undir í þeirri hröðu sam- keppni, og að það samrýmist illa stefnu ríkisstjórnarinnar að eiga bankana áfram. Um síðasta atriðið er ekki deilt, enda skoðun hægri flokksins á þingi. Ekki eru allir á eitt sáttir um hin rökin. Daði Már Kristófersson, vara- formaður Viðreisnar, benti til dæmis á í Facebook-færslu að bankar væru ekki eins og önnur fyrirtæki hvað áhættu varðaði. Oftar en ekki, eins og sannaðist einna helst árið 2008, lendir tjón af taprekstri og/eða gjaldþroti banka á al- menningi. Með því að selja banka án þess að hnýta fyrir þann möguleika að framtíðar- erfiðarleikar í rekstri lendi eftir sem áður á skattgreið- endum sé einfaldlega verið að einkavæða hagnaðarvonina, en áhættan situr enn á herðum al- mennings. Þá hafa meðlimir stjórnar- andstöðunnar bent á að þótt hlutabréfamarkaðir séu í grænu og staða efnahags- kerfisins góð, séu þó blikur á lofti. Atvinnuleysi er áfram hátt, ríkissjóður rekinn með miklum hallarekstri og mikil óvissa í framtíðarspám. Græn- ar tölur úr kauphöllinni endur- spegli ekki endilega góða stöðu hagkerfisins í heild. Það sé því hreinlega rangt að tala um „heppilegan tíma“ til þess að losa um eignir. Þung saga einka- væðingar flækir málin Aðrir benda á að ekki verði hjá því komist að rifja upp sögu einkavæðingar í banka- kerfinu hér á landi. Ekki eru nema tveir áratugir liðnir síðan bankakerfið var einka- vætt í heild sinni og reyndist þar ekki allt með felldu. Við tóku mikil ævintýraár í ís- lenskri efnahagssögu sem lyktaði svo með ósköpum árið 2008. Auðvitað er málið ekki svo einfalt, og veruleikinn í dag allt annar en hann var á fyrstu árum þessarar aldar. Á Sala Íslandsbanka hefur staðið til í nokkur ár. Allt að 35% hlutur verður seldur á þessu ári. MYND/EYÞÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.