Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 29
FÓKUS 29DV 26. FEBRÚAR 2021 GERVIPELS Í LIT FRAKKA TÝPAN „Þessi týpa er aldeilis ekki hrædd við að vera í athyglisvekjandi litum og skemmtilegum fötum. Sjáið mig, ég er ung og fersk með góðan og skemmtilegan smekk! Ég er líka umhverfisvæn og dýra- vinur og myndi ekki láta sjá mig dauða í alvöru pels.“ „Þú verslar í Monki í Smáralind og ert á aldursbilinu 15-20 ára og ert til í að taka áhættu.“ „Manneskja sem klæðist þessum er tilbúin að taka sénsa, prufa sig áfram þegar það kemur að tísku og óhrædd við að vekja á sér at- hygli. Hún er sjálfstæð í fatavali, jafnvel þó slíkir pelsar hafi komið sterkt inn undanfarið, þá er það ekki fyrir alla að klæðast þessum litum.“ „Þú gengur ekki í neinu unnu úr dýraafurðum og það fer ekki á milli mála að þú er 100% vegan“ GERVIPELS FÍNNI TÝPAN KLASSAPÍA „Þessi týpa elskar að klæða sig fínt og kíkja út á lífið. Jakkinn gefur extra glamúr og er algjör „headturner“ – en hann er líka praktískur og heldur vel hita þegar maður er léttklæddur innan undir. Carrie Bradshaw ætti að passa sig.“ „Þú fílar fiftís bíómyndir og ert hugsanlega oft með hárauðan varalit þegar þú ferð út á djammið. Klassi!“ „Ég hef smá gaman að þessum, sérstaklega ef hann er svona „extra“. Þá er manneskjan sem honum klæðist örugglega nokkuð nett. Ég er mjög sátt með að dýrapelsar séu alveg „out“ núna, ekki bara út frá dýraverndunar- sjónarmiðum heldur eru gervi- pelsar bara miklu flottari. Pelsar í þessum stíl eru flottir fyrir fínni tilefni en svo finnst mér líka mjög flott að klæðast svona „over-the- top“ pels við hvítan stuttermabol og gallabuxur hversdagslega.“ „Þú ert til í að dressa þig upp og þorir fara alla leið. Sjónvarps- þættirnir Sex and the City mótuðu æskuárin þín og Samantha Jones var átrúnaðargyðjan þín.“ OVERSIZED GALLAJAKKI RETRÓ TÝPAN „Retró týpan. Ég er ung og með smekk fyrir trendum. Núna er það 90´s trendið og víður gallajakkinn er þar engin undantekning. Þessi týpa elskar allt 90’s og stóri galla- jakkinn er fullkominn sumarjakki við blómakjóla og „gallgalla“ tískuna. „90210 here I come!““ „Þú manst ekki eftir næntístísk- unni því þú ert of ung til að muna, þar liggur fegurðin í þessum stíl að þínu mati. Aldamótabörnin rokka þennan stíl.“ „Það segir náttúrulega helling um manneskjuna sé hún í þessum um miðjan vetur. En þetta er skemmti- legt trend yfir hlýrri mánuðina, oftast fólk í yngra kantinum með mjög afslappaðan stíl.“ „Þú getur verið hver sem er, óháð týpu, áhugamálum eða aldri.“ GERVI-GÆRUJAKKI FRJÁLSLEG OG PÓLITÍSK „Þessir hafa verið vinsælir í nokkur ár og mjög breiður hópur, þá helst kvenmanna, sem klæð- ist pelsum í þessum stíl. Það er gaman að sjá smá brotið upp á „lúkkið“ með því að velja gæru- jakka í einhverjum skemmtilegum lit.“ „Uppáhaldsmyndin þín er Almost Famous.“ „Hér er hún mætt týpan sem elskar notuð (secon hand) föt og að sýna persónulegan stíl í fatavali. Gærujakkinn er full- komin til að ná 70´s lúkki, free spirit fílingnum sem umvefur sjálf- stæðan og smekklegan karakter sem notar tísku til þess að tjá sig. Viðkomandi er umhverfisvænn og vegan.“ „Þú ert hipster.“ ÁLITSGJAFAR Arna Einarsdóttir hönnuður Helga Kristjánsdóttir ritstjóri herer.is Steingerður Sonja Þórisdóttir blaðakona og tískuspekúlant Bergþóra Magnúsdóttir stílisti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.