Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR É g byrjaði að vinna á Kleppspítala tvítugur að aldri árið 1968 og var þar með annan fótinn á vöktum og yfirsetum fyrstu árin í læknanáminu. Það var hins vegar ekki fyrr en löngu síðar að ég ákvað að leggja geðlæknisfræði fyrir mig,“ segir Óttar Guðmundsson geð- læknir og rithöfundur. Hann grunaði ekki þá að hann ætti eftir að skrifa bók um sögu Klepps og íslenskra geðlækn- inga. Óttar var raunar gagnrýn- inn á geðlækningar á þessum árum. „Ég var undir áhrifum svokallaðrar and-geðlæknis- fræði. Þetta var bylgja eða stefna sem varð til í kringum skoska skáldið og lækninn Ro- nald Laing. Hann og fleiri höf- undar héldu því fram að sam- félagið væri sjúkt frekar en sá sem er sjúkur á geði, sem kannski væri sá eini heilbrigði í sjúku samfélagi. Innan and- geðlæknisfræðinnar var mikil andstaða gegn lyfjum og nauðungarvistunum. Ég gagn- rýndi, ásamt fleirum, geð- lækningar þess tíma í Lækna- nemanum sem var málgagn læknanema. Þetta féll ekki í kramið hjá ráðamönnum á geðdeildinni.“ Óttar er kvæntur Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu og listmálara. Þau eiga saman- lagt sex börn úr fyrri sam- böndum og tíu barnabörn. „Þetta er dæmigerð íslensk samsett stórfjölskylda sem við reynum að halda saman með handafli. Það gengur yfirleitt vel þótt stundum gefi á bátinn. Við fögnum miklu barnaláni.“ Samsamaði sig hetjum Íslendingasagna Hann er kominn yfir sjötugt en er enn við störf sem geðlæknir á stofu, Landspítalanum og í Krýsuvík. Óttar hefur gefið út tólf bækur um fjölbreytileg efni eins og kynlíf, áfengi, dauðann og nú síðast um Ís- lendingasögur. Nýjasta bókin, Sturlunga geðlæknisins, kom út fyrir síðustu jól. Hún fjallar um átök og örlagaflækjur Sturlungaaldar þar sem alls kyns hegðunarvandamál og persónuleikabrestir vaða uppi. Óttar hefur um árabil skrifað Bakþanka í Fréttablaðið. Hann er fylgismaður knattspyrnu- félagsins Fram og mikill áhugamaður um fótbolta. „Ég er stoltur af mínu liði þótt þeir séu í tómu tjóni núna. Í enska boltanum held ég með Totten- ham og þeir eru líka afspyrnu- lélegir.“ Nýjustu bækur Óttars fjalla allar um Íslendingasögur og Sturlungu. Fyrst kom Hetjur og hugarvíl, síðan Frygð og fornar hetjur og loks Sturlunga geðlæknisins. „Ég heillaðist ungur af Íslendingasögum og samsamaði mig ákveðnum hetjum sagnanna, eins og Gunnlaugi ormstungu, Þor- móði Kolbrúnarskáldi og Sturlu Sighvatssyni. Þeir voru báðir sveimhugar og óheppnir í kvennamálum. Löngu síðar ákvað ég að fara inn í heim þessara bóka með greiningar- kerfi geðlækninga að vopni og skoða allar þessar gömlu hetjur til að geta skilið þær betur og atferli þeirra. Ég held að ég sé búinn að greina allar helstu persónur sagnanna með misalvarlega persónuleikaröskun. Ég tel brýnt að sem flestir fjalli um þennan bókmenntaarf. Hann má aldrei verða einkamál bók- menntafræðinga og fræðasam- félagsins í Árnagarði. Fari svo munu Íslendingasögur deyja út. Þær verða lifandi þegar venjulegt fólk les þær af áhuga og hefur á þeim skoðanir.“ Grettir Ásmundsson kemur mikið við sögu í bókum Óttars. „Já, Grettir kallinn, var með ADHD og mótþróaþrjósku- röskun auk margra annarra persónuleikabresta. Honum hefði vegnað betur í lífinu með viðeigandi meðferð.“ Villta vestrið ráðandi Reyndar er athyglisbrestur og ofvirkni hjá fullorðnum stór hluti af starfi geðlækna. „Einu sinni var álitið að þessi sjúkdómur legðist aðeins á börn en eltist af fólki á 18 ára afmælisdaginn. Á síðustu 15- 20 árum hafa menn áttað sig á því að ofvirknilyfin sem virkuðu svo vel á börn hafa líka góð áhrif á fullorðna með þessi einkenni. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í greiningum á ADHD hjá full- orðnum og margir komnir á lyf enda eru Íslendingar lyfjaglöð þjóð. Miðað við önnur Norður- lönd er villta vestrið ráðandi í málaflokknum hérlendis enda mun auðveldara að fá þessa greiningu,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Samfélagið hefur breyst með tilkomu alls þessa áreitis á heilann frá öllum þessum snjalltækjum sem fólk notar í dag. „Allir eiga alltaf að vera ínáanlegir sem eykur streitu og minnkar einbeitingu. Það er erfitt að einbeita sér að ein- hverju verkefni þegar kveikt er á öllum snjalltækjunum. Venjulegur heili á erfitt með að ná utan um allar þessar óraun- hæfu kröfur sem til hans eru gerðar. Allavega þurfa ekki allir á Ritalini að halda sem eiga erfitt með allt upplýs- ingaflóðið. Fólk þarf að læra að skipuleggja sig, einbeita sér að einu í einu og slökkva á sím- unum reglulega. Fólk nennir þó sjaldnast að hlusta á slíkar ráðleggingar heldur vill fá sín lyf og engar refjar.“ Sprenging hjá transteyminu Fyrir liðlega 20 árum var fyrsta transteymið sett sam- an hér á landi af Ólafi Ólafs- syni þáverandi landlækni. „Hann hóaði í nokkra lækna sem hann þekkti og bað þá að aðstoða sig við þennan málaflokk. Þetta var íslenska leiðin. Ástæðan fyrir stofnun starfshópsins var að trans fólk vildi ekki lengur fara til Dan- merkur og Svíþjóðar til að leita sér aðstoðar heldur vildi fá hana í sínu heimalandi. Ég hafði enga þekkingu á þessum málaflokki á þessum árum en aflaði mér kunnáttu, aðallega í Svíþjóð.“ Óttar er einn eftir af upp- runalega teyminu og margt hefur breyst á þessum árum. „Í upphafi reiknuðum við með því að nýgengið yrði tveir til fimm einstaklingar á ári. Á síðasta ári voru þeir hins vegar á milli sextíu og sjötíu. Þetta er ótrúleg sprenging sem hefur líka orðið í ná- grannalöndunum. Ýmislegt annað hefur líka breyst. Mun yngri einstaklingar leita til teymisins og hlutfall líffræði- legra kvenna, trans manna, hefur aukist mikið. Líffræði- legu kynjahlutföllin eru orð- in nokkuð jöfn en í upphafi voru þrír til fjórir líffræði- legir karlar, trans konur, fyrir hverja líffræðilega konu, trans mann. Auk þess hefur kynsegin fólki fjölgað mikið en það eru einstaklingar sem samsama sig hvorki körlum né konum og vilja nota persónu- fornafnið hán. Þetta þýðir að meðferðin Foreldrar Óttars hvíla í Fossvogs- kirkjugarði. Hann fer oft að leiði þeirra, biðst fyrir og þakkar fyrir lífið sem hann hefur fengið. MYND/ERNIR Alltaf jafn hissa þegar einhver móðgast Óttar Guðmundsson geðlæknir er ófeiminn við að viðra um- deildar skoðanir sínar en skilur ekkert í því hvað hann er um- deildur. Hann er þakklátur fyrir edrúmennskuna en á að baki tvær sjálfsvígstilraunir sem báðar voru tengdar drykkju. 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.