Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 26. FEBRÚAR 2021 DV LENA DUNHAM SPRENGDI UMRÆÐUNA UPP Á GÁTT Fjöldi þekktra kvenna hefur stigið fram og lýst upplifun sinni af endómetríósu, af þeim er leikkonan Lena Dunham hvað þekktust en hún fór í legnám 31 árs. Lena Dunham talar umbúðalaust. MYND/GETTY L ena hefur skrifað og rætt mikið um sjúkdóm-inn og það á þeim tíma þegar þættir hennar Girls voru hvað vinsælastir. Þegar Lena talar þá hlustar fólk og skyndilega voru allir að ræða endómetríósu. Dunham ræddi opinskátt um upplifun sína í einlægri grein sem birtist í Vogue árið 2018. „Ég veit að eins mikið og mig langar í barn, þá er eitt- hvað að leginu í mér […] Ég finn það bara á mér að legið sem ég fékk er gallað,“ skrif- aði hún. Lena glímdi við endómet- ríósu í áratug og legnámið var níunda skurðaðgerðin sem hún fór í tengt sjúkdómnum. Hún lét fjarlægja bæði leg og legháls í von um að binda enda á sjúkdóminn og þær miklu kvalir sem höfðu litað líf hennar síðustu ár. Öðruvísi sársauki Nokkrum mánuðum áður en hún fór í legnám upplifði hún nýja tegund af sársauka. Eitt- hvað sem hún hafði aldrei upp- lifað áður og hún var orðin ýmsu vön. „Ég reyndi svo mikið að glíma við sársaukann að það varð að öðru starfi. Ég fór í grindarbotnsnudd, nuddmeð- ferð, sársaukameðferð, lita- meðferð, nálastungur, jóga og fékk stutta en skelfilega kynningu á legganganuddi frá ókunnugri manneskju,“ skrifar Lena með sínum hisp- urslausa hætti. Eftir ótal margar læknis- heimsóknir og fá svör endaði hún með því að fara á sjúkra- hús og sagðist ekki ætla að fara fyrr en þeim tækist að fjarlægja sársaukann, eða legið. Betri móðir Ákvörðunin um að fara í leg- nám var erfið, þar sem Lena hefur viljað verða móðir síðan hún man eftir sér og langaði að upplifa meðgöngu. Lena reyndi tæknifrjóvgun en hún hafði fryst fimm egg. Það gekk ekki en Lena er þó bjartsýn og jákvæð fyrir framtíðinni. Hún elskar hug- myndina um að verða móðir, hvort sem það er í gegnum ættleiðingarferli eða sem fósturforeldri. Lena sagði í viðtali við People nýverið að hún hefði leitað sér aðstoðar í formi sál- fræðimeðferðar til að takast á við nýjan veruleika. Líkami hennar mun ekki gefa henni börn en hún segist vel geta orðið móðir með öðrum hætti og það góð móðir. „Ég hef lært að sætta mig við að við getum ekki fengið allt. Það mun gera mig að betri móður.“ n Úr meistaraverkefni Lilju Guð- mundsdóttur – „Það sem ég finn núna er að þú vilt vera með sjúk- dóm”: Áhrif endómetríósu á lífs- gæði og upplifun kvenna af viðmóti heilbrigðiskerfisins. Ég mæti bara í jogging galla ef ég get yfir höfuð mætt eða ég læt keyra mig í vinnuna ef ég er búin að taka ógeðslega mikið af verkja- lyfjum. Maður er bara soldið búinn að venjast svona lífi. Þess vegna var covid svo geggjað. Ég var bara jess, ég get þess vegna byrjað á blæðingum á virkum degi og ég þarf ekkert að vera með áhyggjur af því, get bara verið heima að vinna. Ég byrjaði alltaf að finna fyrir verkjum, oftast á næturnar, en vaknaði svo um nóttina og kastaði upp og var grátandi og skjálfandi úr sársauka, þetta var alveg virkilega slæmt. Og degi eða tveimur eftir það þá byrjaði ég á blæðingum en þetta entist oft bara í 1-2 daga. Tvo sólarhringa max. Ég hef alveg upplifað það að langa að vera með krabbamein af því að skilningsleysið var svo rosalegt, sérstaklega hjá læknum. En þetta hefur líka haft mikil áhrif á andlegu hliðina. Og maður fer oft í þetta, já ég er náttúrulega bara aumingi, en ég er ekkert þar lengur. Enda myndi ég aldrei segja að þú eða einhver annar væri aumingi af því að þeir gætu ekki unnið fulla vinnu af því að þeir væru með sjúk- dóm. Þetta er ekkert öðruvísi en að vera með einhvern annan sjúkdóm sem er heftandi. Ég fór fyrst til læknis 13 ára. Ég fékk loksins greiningu, 39 eða 40 ára eftir einhver 27 ár. Ég var rosalega þakklát að fá greininguna, rosa- lega fegin. Af því að ég var búin að mæta svo rosalegum fordómum, búið að segja við mig heilsukvíði, þú ert ímyndunarveik og ég var reyndar á þunglyndislyfjum en það er kannski bara líka þegar maður er að berjast við vindmyllur og enginn vill hlusta á þig, það hlýtur eitthvað að gefa undan Eins og maðurinn minn skilur þetta ekkert, ég fatta það þegar ég sit hérna. Ég held að ég hafi ekkert endilega átt miklar umræður um þetta. En hann veit kannski alveg 76 núna þú veist eins og að kyn- líf, það getur alveg drepið mann. Drepast á eftir eða drepast í miðj- unni og bara hætta núna eða eitt- hvað sko. Ég tók verkjalyf á hverjum degi í tvö ár örugglega. Það var alltaf paratabs og íbúfen, þetta fór nátt- úrulega algjörlega með magann á manni. Svo var ég að ræða þetta við mömmu og hún segir, ég er löngu hætt. Þú ert með verki og þeir munu aldrei fara, en það er að vakna og segja góðan daginn við verkinn, þú ætlar að mæta honum. Bara brosandi. Þetta er bara svona, sættu þig við lífið. Það bara hlustar enginn á mig, hvorki innkir t lafræðingurinn, geðlæknirinn eða heimilislæknir- inn eða enginn sem hlustar á þessa verki. Ég hef ekki fengið þá læknaþjónustu sem ég á rétt á. Nú tala ég bara fyrir mig, en ég veit að við erum hundruð, þúsund- ir, milljónir kvenna um allan heim sem stöndum í þessu. Við erum þarna allar með sömu söguna, ég veit að ég er ekki ein, ég er ekki lengur ein. BROT ÚR REYNSLUSÖGUM ÍSLENSKRA KVENNA Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ég reyndi svo mikið að glíma við sársaukann að það varð að öðru starfi. ekki líkamlegum einkennum þegar þær leita sér aðstoðar vegna verkja, og að þrátt fyrir mikla verki séu einkennin oft álitin léttvæg. Hún tekur dæmi úr rann- sókninni þar sem ung kona leitar til sérfræðilæknis árið 2020 og hann gerir lítið úr upplifun hennar. Lilja segir þetta dæmi um „medical gas- lighting“ eða gaslýsingu í heilbrigðisþjónustu þar sem læknir er í valdastöðu gagn- vart sjúklingi. Þá sé það ekki aðeins innan heilbrigðiskerfisins sem kon- ur mæta skilningsleysi heldur sé fjöldi dæmi um það líka jafnvel hjá vinnuveitendum og aðstandendum. „Rannsóknin varpar mikilvægu ljósi á stöðu kvenna með endómetríósu á Íslandi en hingað til hafa raddir þessa stóra hóps ekki fengið að heyrast,“ segir Lilja. Hún nefnir einnig norska rannsókn þar sem langveikar konur ganga langt til að virka trúverðugri þegar þær leita læknis vegna endómetríósu. „Þær setja ekki á sig varalit því þær vilja ekki líta of vel út en þær vilja heldur ekki líta út fyrir að vera of veikar, og þær vilja alls ekki að læknir- inn haldi að þær séu andlega veikar. Þær passa sig á því hvernig þær klæða sig og hvernig þær bera sig af ótta við að vera ekki trúað. Það er fín lína sem þær reyna að feta.“ Lilja segir mikilvægt að koma því á framfæri að endó- metríósa er ekki tilkomin vegna andlegra veikinda. „Hins vegar getur sjúkdómur- inn valdið andlegum veikind- um, sérstaklega þegar manni er ekki trúað. Það er samband á milli þunglyndis og kvíða og svo endómetríósu en þessi andlega vanlíðan er afleiðing en ekki orsök.“ n Þær setja ekki á sig varalit því þær vilja ekki líta of vel út en þær vilja heldur ekki líta út fyrir að vera of veikar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.